Lausavísur og lopasokkar

.

ÍSL706M – Lausavísur og lopasokkar: Kveðskapur úr munnlegri og skriflegri geymd

Úr kennsluskrá:

Í námskeiðinu verður farið í saumana á þjóðkvæðum, þ.e. íslenskum kvæðum sem varðveittust í munnlegri geymd þar til þau voru skráð á skinn eða pappír, oft í fleiri en einni gerð. Kvæðin verða lesin og rædd í samhengi við rannsóknir fræðimanna og með hliðsjón af þjóðkvæðum annarra Evrópuþjóða, einkum skandinavískra. Farið verður stuttlega í „elstu“ þjóðkvæðin, þ.e. goða- og hetjukvæði Eddu, þar sem síðarnefndu kvæðin verða skoðuð í samhengi við germanskar hetjusagnir. Eftir það verður farið í sagnakvæði, sagnadansa (fornkvæði/ballöður), vikivakakvæði, þulur, krumma- og Grýlukvæði, barnagælur, vögguljóð, lausavísur og önnur þjóðkvæði; að auki verður fjallað um rímur. Leitast verður við að skoða varðveislu kvæðanna og söfnun þeirra, en auk þess form og stíl hinna ólíku kvæðategunda. Sagnadansar og vikivakakvæði verða lesin í ljósi dansmenningar á Íslandi og gleðinnar, þar sem kvæðin voru flutt. Þá verða kvæðin öll (þjóðkvæði og rímur) skoðuð með tilliti til flutnings og þjóðlaga eftir því sem kostur er. Sérstök áhersla verður lögð á að greina efni kvæðanna og sögulegt umhverfi þeirra, og lesa textana með áheryrendur/flytjendur í huga og þann boðskap sem þeir fela í sér. Að lokum verður fjallað um úrvinnslu arfsins í samtímalegu ljósi og leitast við að kynna til sögu þá listamenn sem kjósa að nota þjóðkvæði og rímur sem grunn eða fyrirmynd að tónlistarsköpun. Kvæðamaður kemur í heimsókn, kveður og svarar spurningum okkar um lifandi kvæðaflutning.

Vinnulag: Námið fer einkum fram með lestri nemenda, fyrirlestrum kennara, og einnig umræðum svo sem kostur er. Ætlast er til að hver nemandi haldi auk þess  fyrirlestur um afmarkað efni í kennslustund.

.

Kennsluáætlun 2020:

Vika 1

31.8 Inngangur

2.9       Hetjukvæði Eddu og germanskur hetjusagnaarfur
Lesefni: Einar Ól. Sveinsson, Íslenzkar bókmenntir í fornöld, 358–387 +  Eddukvæði: Atlakviða.
tarefni: Gísli Sigurðsson, Eddukvæði: „Inngangur“.

Vika 2

7.9 Hetjukvæði Eddu og germanskur hetjusagnaarfur, framhald
Lesefni: Einar Ól. Sveinsson, Íslenzkar bókmenntir í fornöld, 388–357 og 388–415 + Eddukvæði: Guðrúnarkviða I.
Ítarefni: Aðalheiður Guðmundsdóttir, „The Origin and Development of the Fornaldarsögur as Illustrated by Völsunga Saga“.

9.9       Fornsagnahetjur í þjóðkvæðum
Lesefni: Aðalheiður Guðmundsdóttir, „Reflexes of the fornaldarsögur in Icelandic poetry“.
Ítarefni: Shaun Hughes, „Where are all the eddic champions gone?”

Vika 3

14.9 Danskvæði: inngangur/ íslensk dansmenning
Lesefni: Jón Samsonarson, Kvæði og dansleikir I, cxx–clxix.
Ítarefni: Sveinn Einarsson, Íslensk leiklist I, 150–193.

16.9     Vikivakakvæði
Lesefni: Vésteinn Ólason, „Vikivakakvæði“ og Aðalheiður Guðmundsdóttir, „Siðferði gleðinnar ...“
Ítarefni: Terry Gunnell, „Waking the ”Wiggle-Waggle“…“

Vika 4

21.9 Sagnadansar: inngangur
Lesefni: Vésteinn Ólason, Sagnadansar, 10–66 + Ólafur liljurós, Tristranskvæði og Draumkvæði.
Ítarefni: Böðvar Guðmundsson, „Kveðskapur frá síðmiðöldum“.

23.9     Sagnadansar nágrannaþjóða
Lesefni: Vésteinn Ólason, The traditional ballads, 104–109.
Ítarefni: Eyðun Andreassen, „Føroysk og íslendsk kvæðir“.

Vika 5

28.9 Sagnadansar í samfélagslegu ljósi
Lesefni: Vésteinn Ólason, Sagnadansar, 66–86 + Bjarnasona kvæði og Kvæði af herra Pána og Gunnvöru.
Ítarefni: Paul Acker, „Performing gender in the Icelandic ballads“.

30.10   Sagnadansar sem doktorsverkefni – sagnadansar sem barnaefni
Gestir: Ingibjörg Eyþórsdóttir og Eva María Jónsdóttir
Lesefni: Ingibjörg Eyþórsdóttir, „Reif hann hennar stakkinn, reif hann hennar serk“ og Eva María Jónsdóttir, Dans vil ég heyra.

Vika 6

5.10     Rímur: inngangur
Lesefni: Sverrir Tómasson, „Hlutverk rímna í íslensku samfélagi ...“.
Ítarefni: Davíð Erlingsson, „Rímur“ og Björn K. Þórólfsson, Rímur fyrir 1600, 35–51.

7.10     Rímur og samfélag
Lesefni: Vésteinn Ólason, „Rímur“.

Verkefnavika

Vika 7

19.10   Rímur – kvæðaskemmtun
Lesefni: Mitchell, Heroic Sagas and Ballads, 137–177.
Ítarefni: Ólafur Davíðsson, Íslenskar skemtanir, 206–235.

21.10   Stemmur og þjóðlög: Pétur Húni Björnsson kemur í heimsókn
Lesefni: Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, i–xii og 1–14 og Hallfreður Örn Eiríksson, „On Icelandic Rímur“.
Ítarefni: Björn K. Þórólfsson,  Rímur fyrir 1600, 51 og áfr.

Vika 8

26.10 Alþýðukveðskapur og lausavísur
Lesefni: Jón Samsonarson, Ljóðmál, 150–191 og Ögmundur Helgason, „Lausavísur“.
Ítarefni: Yelena Sesselja Helgadóttir, Lausavísur, 16–38.

28.10   Sagnakvæði
Lesefni: Einar Ól. Sveinsson, úr Um íslenzkar þjóðsögur, 80–84, 162–165 og Aðalheiður Guðmundsdóttir, „The Tradition of Icelandic sagnakvæði“.
Ítarefni: Gísli Sigurðsson, „Kötludraumur: flökkuminni ...“

Vika 9

2.11 Þulur
Lesefni: Jón Samsonarson, Ljóðmál, 75–108 og Ögmundur Helgason, „Þulur“.
Ítarefni: Jón Þorkeslsson, Om digtningen ..., 195–210 og Heyrði ég í hamrinum (hljómdiskur)

4.11     Barnagælur, vögguvísur og Grýlukvæði
Lesefni: Jón Samsonarson: Ljóðmál, 109–149, 228–234.
Ítarefni: Rósa Þorsteinsdóttir, „Þulur og barnagælur“.

Vika 10

9.11 Hestavísur, krummakvæði og aðrar dýravísur
Lesefni: Jón Samsonarson, Ljóðmál, 213–227.

11.11   Söfnun og útgáfa
Lesefni: Jón Samsonarson, Ljóðmál, 1–20.
Ítarefni: Aðalheiður Guðmundsdóttir, „Indsamling og udgivelse af folkeminder ...“.

Vika 11

16.11 Söfnun og útgáfa, frh.
Rímna- og þjóðkvæðahandrit skoðuð á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Lesefni: Aðalheiður Guðmundsdóttir, „(Ó)traustar heimildir ...“.
Ítarefni: Ögmundur Helgason, „Upphaf að söfnun íslenzkra þjóðfræða...“.

18.11   Þjóðkvæði sem efniviður í nútímanum
Lesefni: Bruno Nettl: Twenty-nine Issues and Concepts, 1–11.
Ítarefni: Njáll Sigurðsson, „Om den isländska folkmusiken och dess källor“..

Vika 12

23.11 Frh. Þjóðkvæði sem efniviður í nútímanum: Rapp.
Lesefni: Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir, „Annað skrefið – aðlögun rapps að íslenskri menningu“.
Ítarefni: Katrín Jakobsdóttir, „Fokk þú og þitt krú ...“.

25.11   Uppgjör og umræður

 

.