Sermon in the Loehe Chapel (September 29, 2016)

Arnfríður Guðmundsdóttir, 22. October 2016

Haustið 2016 var ég gestaprófessor við Wartburg Seminary, Dubuque Iowa. Þetta er prédikun sem ég flutti í Loehe Chapel í Wartburg Seminary, 29. september 2016.

Textar dagsins:

Daniel 10:10-14; 12:1-3
Psalm 103:1-5, 20-22,
Luke 10:17-20

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kirsti. Amen.

Grace to you and peace from God our Father and the Lord Jesus Christ. Amen.

Today, September 29th, marks a new beginning in the history of the Evangelical Lutheran Church of Iceland, my homechurch, because on this day, on September 29th, 1974, the first woman was ordained to become a pastor within the ELCI. Her name is Audur Eir Vilhjalmsdottir, who for over twenty years has been the pastor of the Women-church, which is an active congreation within the Lutheran church. This is why, we celebrate today 42 years of women’s ordination in my homechurch. 42 years is not a long time, within the history of the one, holy, catholic and apostolic church. Only one generation out of so many. The second woman to be ordained, was the daughter of the first one, and was ordained in 1981. I was ordained 6 years later, and was the eighth woman to be ordained within our church. Yes, we do still keep track, and when we meet we do remind each other of our respective numbers. I think it is a nice way to remember how short back our history really goes. Now there are 86 women who have been ordained altogether.

The first Lutheran woman to be ordained in the US was Elizabeth Alvina Platz. She was ordained by the Lutheran Church in America in 1970. But the ordination of women in the United States goes all the way back to the beginning of the 19th century. I don’t have the numbers here, but this could be an interesting research project for somebody to work on. And maybe it has already been done.

Well, I know, this is all church history, but it is also a significant part of our tradition, our common Christian tradition. As Christians, we are constantly looking back, and referring to things that happened in the past. But our task as people of faith, is to remember things from the past, for a purpose. We do remember things from the past, because we build our faith on what happened in the past. So, we remember things from the past, because of what they mean to us in the present. But we also remember things from the past, because of what they will mean for future generations. That is what tradition is all about. Tradition simply means something that is being passed on. Something that is passed on from one generation to another. But it is not our task to simply pass it on to the next generation, just as we received it, because it is our task, and our responsibility, to interpret what we have received, in light of our own context. And then the next generation will have the same task, and responsibility. This is why tradition is not the same as status quo. If it was, then I would not be standing here remembering the history of women’s ordination, because then women would never have been ordained. Or is it possible that it could be the other way around! Because if tradition is all about status quo, to do the things exactly as it has been done before, maybe women would then never have been denied ordination, because in the beginning women were indeed actively involved in the preaching of the gospel, and the ministry of the church. But this was before the time the church became an institution, and the practice was changed, and ordained ministry was instituted. And the new order excluded women from ordained ministry. An interesting thought, or what? Anyway, this line of thinking brings us back to the gospel text of today, in Luke 10.

In this text Jesus is receiving a group of people, 70 altogether, people he had sent out on a mission, to cure the sick, and to tell those who would welcome them: “the kingdom of God has come near to you”. (Luke 10:9) Certainly a big message and a great responsibility! And now they are back, and they are thrilled, because they had realized that “even the demons” would submit to them. But while Jesus acknowledged the power they had been given, he did remind them that the most important thing was not they had been given certain gifts, and powers, but that God had accepted them into God’s kingdom. In other words, Jesus did not like his disciples to get all caught up in triumphalism, but to be humble and grateful for being amongst God’s people. A good reminder to all of us, who have been called to be “laborers into God’s harvest.” (Luke 10:2)

And now my question: what about the women? Were there any women amongst the 70, who were sent? The text doesn’t say, but it is interesting to follow the narration leading up to the sending of the seventy, in Luke’s gospel. It all starts back in chapter 5, where Jesus calls the first disciples, Simon Peter, James and John. Then Jesus chooses the twelve Apostles in chapter six. No surprises here. They are all male! The surprise comes in the beginning of chapter 8. It reads, and I quote:

Soon afterwards he went on through cities and villages, proclaiming and bringing the good news of the kingdom of God. The twelve were with him, as well as some women who had been cured of evil spirits and infirmities: Mary, called Magdalene, from whom seven demons had gone out, and Joanna, the wife of Herod’s steward Chuza, and Susanna, and many others, who provided for them[a] out of their resources. (Luke 8.1-3).

Yes, there were women amongst the closest followers of Jesus, according to Luke. Three of them have names, and background information. And the women, “who had come with him from Galilee” are there until the very end of the gospel, witnessing the death and the resurrection of their master and friend. But when it comes to the sending of the seventy in the beginning of chapter 10, we are not told if the women in the group got to go on the mission with their male friends. We only know that women were there with Jesus, providing for him and the other followers “out of their resources”.

And we know that women were active participants during the early days of the church, when the message about Jesus Christ began spreading amongst Jews and Gentiles, and some of them became leaders of the newly established churches. But that changed by the end of the first century, when women were no longer allowed to lead, or teach and were told to be silent. Even if we know that not all women remained silent, most women did. When Luther put forward his idea about the priesthood of all believers in the sixteenth century, it was logical that he would also start arguing for the ordination of women. But he didn’t, because he didn’t believe women were fit to do the job. That says a lot about him as a man of his own historical context. However, he was willing to support some of his women friends to become advocates of the reformation. One of them was Katharina Zell, who was married to Matthias Zell, a pastor of the cathedral of Strasbourg. In Katharina’s case, Luther’s idea of the priesthood of all believers made all the difference for her self-understanding, as well as her chances to become an active minister of the church of God, even if she did not have the option to be ordained.

When women in the western part of the world started to fight for their rights, during the 19th century and the early 20th century, the question of women’s ordination was raised again. Gradually denominations started to ordain women as pastors, and later as bishops. When the question was raised within Lutheran churches, Luther’s idea of the universal priesthood of all baptized, implying the true equality of women and men in the eyes of God, had prepared the ground.

It is truly a painful fact that still today, on the 29th of September 2016, there are large denominations within the one, holy, catholic and apostolic church, where women are still excluded from ordained ministry. “Ordain women, or stop baptizing them!”, has been a slogan frequently used by those who argue for women’s ordination within those denominations. It is the strongest argument I can think of when it comes to the question if women should be ordained or not. The ritual of baptism, makes it clear to us, that in Christ there is no discrimination based on gender, but this is also true for all discrimination, as we are reminded of in the old baptismal formula in the 3rd chapter of the letter to the Galatians. In Christ there is, or should not be, any discrimination based on class, race, ethnicity, sexual orientation, or for any other reasons.

It is a serious theological matter to deny ordination to anyone who has been called into ordained ministry, based on prejudism and discrimination. Inclusivism is certainly much more than something that has to do with language. The church of God is called to be an inclusive community, with inclusive practices, where nobody is excluded from full participation.

And finally, back to the gospel text, and the demons and powers of the enemy Jesus is referring to in the text. What possibly could they refer to in our time and place? I would like to suggest that in our context, those demons and powers may mean anything that robs people from living up to their full humanity, and from full participation in the community of God’s people on earth. May we, each and every one, have the courage to stand up against those demons and those powers, but not in order to pride ourselves for our own power and might. Ours is simply to be grateful for being accepted by God just as God has made us, and to recognize God’s image in our sisters and brothers. In the end, the power is not ours, but God’s alone. Amen.

Arnfríði Guðmundsdóttur #8023 á stjórnlagaþing

Árni Daníelsson, 24. November 2010

Á YouTube er nú komið stutt kynningarmyndband. Þið megið gjarnan deila því sem víðast:

Virðing eða umburðarlyndi?

Árni Daníelsson, 23. November 2010

eftir Hjalta Hugason 7132 og Arnfríði Guðmundsdóttir 8023

Íslenskt samfélag hefur tekið stakkaskiptum á síðustu árum. Margt sem áður þótti sjálfsagt er það ekki nú. Við getum ekki lengur gefið okkur að allir Íslendingar séu norrænir í útliti, eða mótaðir frá barnæsku af vestrænum hugsunarhætti og kristnum gildum. Fjölbreytileikinn er smátt og smátt að taka við af einsleitninni og spurningin er áleitin: Hvernig ætlar íslenskt samfélag að bregðast við?

Margt bendir því miður til þess að við sem samfélag höfum ekki staðið okkur sem skyldi við að aðlagast breyttum aðstæðum. Alltof oft heyrum við af því að þeim sem skera sig úr á einhvern hátt sé sýndur hroki og yfirlæti, ekki síst ef þau hafa ekki náð fullum tökum á íslenskri tungu. Þau sem hafa búið í öðru landi lengur eða skemur þekkja af eigin raun hve erfitt það getur verið að þurfa að tjá sig á öðru máli en móðurmálinu. Undir ákveðnum kringumstæðum getur það reynst flókið þegar umræðuefnið krefst orðaforða sem er viðkomandi framandi. Almennt er innfæddum Íslendingum sem ekki tala sérstaklega „góða íslensku“ sýndur mun meiri skilningur en þeim sem tala með hreim. Við þurfum að taka á þessum vanda og þeim fordómum sem koma fram í viðhorfum til þeirra sem eru hluti af samfélagi okkar en eiga íslensku ekki að móðurmáli.

Til þess eru vítin að varast þau. Margir benda á reynslu nágrannaþjóða okkar af breyttri samfélagsgerð sem innflutningur fólks af öðru þjóðerni hefur haft í för með sér. Vissulega hefur ekki allsstaðar gengið vel að byggja gott og öruggt fjölmenningarsamfélag. Af þeirri reynslu verðum við að læra. En við getum líka lært af reynslu okkar sjálfra við að glíma við fordóma gagnvart þeim sem skera sig úr fjöldanum. Á síðustu árum hefur vissulega ýmislegt breyst til batnaðar á meðal okkar. Afstaða samfélagins til samkynhneigðra hefur til dæmis breyst mikið á skömmum tíma. Í framhaldinu hafa aðstæður samkynhneigðra einstaklinga batnað mikið. Við getum lært margt af þessari reynslu okkar. Það er vissulega hægt að taka á fordómum, ef vilji er til.

Fjölmenningarsamfélag er ekki valmöguleiki sem við stöndum frammi fyrir. Það er þvert á móti verkefni sem okkur ber að leysa. Fjölmenningarsamfélag verður að byggja á virðingu fyrir þeim sem skera sig úr. Umburðarlyndi nægir ekki. Það er ekki nóg að við umberum þau sem falla ekki undir staðalmynd hins íslenska borgara. Við verðum að virða þau sem jafningja og læra að meta það sem þau vilja og geta lagt til samfélags okkar. Virðing en ekki umburðarlyndi er lykillinn að góðu og öruggu samfélagi þar sem margbreytileiki nýtur sín og auðgar samfélagið.

Þetta þarf að vera leiðarljós við mótun nýrrar stjórnarskrár fyrir íslenskt fjölmenningarsamfélag.

Auðlindirnar og stjórnarskráin

Árni Daníelsson, 23. November 2010

eftir Hjalta Hugason 7132 og Arnfríði Guðmundsdóttir 8023

Það er margt sem gerir fólk að þjóð umfram sameiginlega stjórnarskrá, lög og réttarreglur. Okkur Íslendingum er tamt að benda á sameiginlega tungu og sögu. Margir bæta við sameiginlegri trú. Á 21. öld má reikna með að svörin breytist. Stöðugt fleiri bætast í okkar raðir sem eiga annað móðurmál, aðra sögu og aðra trú. Við verðum að búa okkur undir að hér verði fjölmenningarlegt samfélag á borð við það sem gerist í grannlöndum okkar. Ef okkur auðnast að taka vel á móti þeim sem hingað kjósa að flytjast mun fjölbreytileikinn auðga samfélag okkar. Fjölmenning er því ögrun en ekki ógn.

Eitt munum við þó alltaf eiga sameiginlegt sem hér búum. Það er landið með auðlindum þess til lands og sjávar. Landið er ekki eign sem við megum ráðskast með út frá eigin skammtímahagsmunum, eftir því hvernig árar hverju sinni. Okkur er skylt að líta á landið sem ættarauð sem við höfum tekið í arf frá gengnum kynslóðum og ber að skila til óalinna í betra ástandi en við tókum við því. Þess vegna ber okkur að standa vörð um náttúru landsins, sporna við uppblæstri og draga úr útblæstri. Umhverfispólitík er þegar orðið málefni 21. aldarinnar og verður það í ríkari mæli eftir því sem árin líða. Hún snertir bæði líf okkar og framtíð í landinu og í heiminum.

Ísland er þó ríkt af auðlindum sem okkur ber að nýta til að leggja grunn að „gróandi þjóðlífi“. Þetta verðum við að gera með langtímasjónarmið í huga og umfram allt að gera heildstæðar rammaáætlanir um auðlindanýtinguna til langs tíma. Þar verður í ríkum mæli að ganga út frá sjálfbærni. Sjálfbærni er ekki slagorð heldur lykill að framtíðinni. Samkvæmt Brundtlandsskýrslunni frá 1987 (bls. 54) er sjálfbærni: „Mannleg starfsemi sem fullnægir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum framtíðarkynslóða til að fullnægja sínum þörfum.“

Þegar þessa hefur verið gætt verður að taka næsta skref. Það felst í því að ákveða hvernig auðlindirnar verða nýttar í þágu þjóðarinnar sjálfrar og þjóðarinnar allrar. Eignarhald á þeim verður að vera í höndum þjóðarinnar á óyggjandi hátt. Ekki ætti að vera heimilt að framselja nýtingu þeirra í annarra hendur lengur en nemur einni kynslóð og þá gegn raunhæfu gjaldi og búa verður svo um hnúta að meirihluti arðs haldist í landinu, t.d. í formi mannvirkja. Þá ætti að nýta auðlindirnar þannig að sem flest framtíðarstörf verði hér innanlands. Í stjórnarskrá verður að setja ramma sem tryggja auðlinfanýtingu af þessu tagi.

Þegar hugsað er til framtíðar þarf að hugsa opið og hugsa stórt. Því skiptir miklu að litið sé á náttúrugæði í víðasta skilningi sem auðlindir. í dag vitum við ekki hvað telst auðlind á morgun. Það höfum við best séð á því endurmati sem nú örlar sem betur fer á hvað ósnortin víðerni landsins snertir.

Sókn, vörn eða samræða — á 21. öldinni

Árni Daníelsson, 19. November 2010

eftir Arnfríði Guðmundsdóttur og Hjalta Hugason

Það eru til ýmis konar kirkjur, til dæmis ríkiskirkjur, þjóðkirkjur og fríkirkjur. Þá er einkum litið til stjórnskipunar. Það eru líka til meirihlutakirkjur og minnihlutakirkjur. Þá er litið til hlutfallslegrar stærðar þeirra. Svo er mögulegt að „flokka“ kirkjur út frá starfsháttum. Þá má tala um „sóknarkirkjur“, „varnarkirkjur“ og „samræðukirkjur“.

„Sóknar-“ og „varnarkirkjurnar“ skynja sig ekki sem hluta af samfélaginu. Þær líta svo á að að þær eigi við andstæðinga að etja og spila ýmist sóknar- eða varnarleik.

„Sóknarkirkjurnar“ sækja fram með sístæðan boðskap sinn, fagnaðarerindið um Krist, oft í yddaðri eða skerptri mynd. „Varnarkirkjurnar“ hopa aftur á móti undan gagnrýni eða aukinni samkeppni, finna sig ofsóttar eða á sig hallað. Kirkjusagan vitnar um sókn og vörn í 2000 ár.
Sókn og vörn kunna að styrkja sjálfsmynd og sjálfsvitund kirkna þó með mismunandi móti sé. Leikfléttan segir nefnilega meira um kirkjurnar sjálfar og túlkun þeirra á stöðu sinni en raunverulegt umhverfi þeirra. Kristin kirkja hefur á liðnum öldum oft liðið vegna ofsókna en eigi að síður spilað sterkan sóknarleik. Hin líðandi kirkja er raunar ávallt sigrandi kirkja. Það er vegna þess að hún líður ekki ein. Hún líður með stofnanda sínum. Svo hafa líka stórar og sterkar kirkjur hrokkið í vörn af litlu tilefni. Það endar oftast illa. Meirihlutakirkjur eiga erfitt með að bregða sér í hlutverk píslarvotts.

Öldin okkar, 21. öldin verður öld fjölhyggjunnar. Nú verðum við að læra að lifa saman í sátt og samlyndi hvaðan sem við komum, hvert sem við stefnum, hvað sem okkur finnst eða hverju við trúum. Á því veltur velferð okkar og barna okkar í framtíðinni. Ella mun fjölhyggjan steypa okkur í glötun. Þessvegna er mikil þörf fyrir „samræðukirkjur“.

„Samræðukirkjur“ líta ekki svo á að þær séu á keppnisvelli heldur á torginu í þorpinu miðju — heimsþorpinu. Áður fyrr komu „öldungarnir“ eða hinir frjálsu karlar saman á torginu, réðu þar ráðum sínum og ráðskuðust með aðra. Nú verður torgið að vera vettvangur allra, kvenna og karla, ungra og gamalla, hinseigin og svona. Þar talar hver fyrir sig. “Samræðukirkjurnar“ setjast í hringinn til þess að taka þátt í samræðum.

Í þessu felst ekki undansláttur eða aðlögun að tíðaranda. Á torgi tekur enginn eftir rödd þess sem ekki finnst neitt, hefur enga skoðun eða trúir engu. Á torgi verður hver og einn að hafa skýran málstað og standa með honum. Á torgi þarf að hlusta, hugsa og tala frá hjartanu. Þetta reyna „samræðukirkjurnar“ að gera en vænta þess um leið að aðrir geri slíkt hið sama.

Jafnréttið og stjórnarskráin

Árni Daníelsson, 19. November 2010

eftir Arnfríði Guðmundsdóttur og Hjalta Hugason

Það er margt sem við tökum sem sjálfgefnu i samfélagi okkar. Þó að við tökum það sem sjálfgefnu í dag að konur hafi kosningarétt til Alþingis, hafa þær aðeins notið hans í tæpa öld. Við lítum einnig á það sem sjálfsagðan hlut að allir hafi aðgang að menntun, heilbrigðisþjónustu og almannatryggingum og svo mætti lengi telja. Það gleymist stundum að það eru ekki nema rétt 100 ár síðan lög um rétt kvenna til embættisnáms, námsstyrks og embætta voru samþykkt á Alþingi. Þangað til gátu konur t.d. lært til læknis eða prests en höfðu samt ekki rétt til að gegna þessum opinberu embættum. Continue reading 'Jafnréttið og stjórnarskráin'»

Ábyrgð og aðhald

Árni Daníelsson, 19. November 2010

eftir Arnfríði Guðmundsdóttur og Hjalta Hugason

Það er misjafnt frá einu landi til annars hvernig stjórnmálamenn axla pólitíska ábyrgð. Víða er það svo að vakni grunur um að pólitíkus hafi á einhvern hátt misfarið með vald sitt, misnotað aðtöðu sína eða á annan hátt misstigið sig í hlutverki sínu verður hann eða hún að hugleiða stöðu sína og oftar en ekki fara frá, segja af sér. Þetta er stundum nefnt heiðursmannaafsögn. — Slík afsögn er oftast ekki endalok á stjórnmálaferli heldur þvert á móti nýtt upphaf. Sá eða sú sem axlar ábyrgð getur snúið aftur með endurnýjað traust, jafnvel orðið leiðtogi.
Continue reading 'Ábyrgð og aðhald'»

Aðskilnaður ríkis og kirkju

Árni Daníelsson, 19. November 2010

eftir Arnfríði Guðmundsdóttur og Hjalta Hugason

Umræður um aðskilnað ríkis og þjóðkirkju hefur staðið með hléum í rúma öld. Allan tímann hafa rök með og á móti verið keimlík. Orðræðan hefur troðið marvaða. Eitt og eitt skref hefur þó verið tekið í átt að aðgreiningu eða jafnvel aðskilnaði. Continue reading 'Aðskilnaður ríkis og kirkju'»

Breyta þarf 62. gr. stjórnarskrárinnar!

Árni Daníelsson, 19. November 2010

eftir Arnfríði Guðmundsdóttur og Hjalta Hugason

Í 62. gr. Stjórnarskrárinnar er að finna grunn að kirkjuskipan landsins. Greinin er barn síns tíma en hún á uppruna sinni í 45. gr. Sjórnarskrár um hin sjerstaklegu málefni Íslands frá 1874. Þá hljómaði greinin svo:

Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal hið opinbera að því leyti styðja hana og vernda.

Orðalagið mótaðist af því að Ísland var ekki sjálfstætt ríki á þessum tíma. Af þeim sökum er rætt um hið opinbera en ekki ríkisvaldið.

Ákvæðið um að lútherska kirkjan „skuli vera“ þjóðkirkja á Íslandi er afleiðing af hinu sama. Í dönsku stjórnarskránni frá 1849 sagði í 3. gr. (og segir enn í 4. gr.): „ Den evangelisk-lutherske Kirke er den danske Folkekirke og understøttes som saadan af Staten.“ Eins og fram kemur í textanum er hér aðeins um lýsingu á aðstæðum að ræða. Fram að stjórnarskránni hafði ekki ríkt trúfrelsi í Danmörku. Þjóðin var því lúthersk og lútherska kirkjan kirkja þjóðarinnar. Af þeim sökum þótti rétt og skylt að ríkið styrkti hana, þ.e. styddi við trúarlega menningu þjóðarinnar. Þar sem Ísland var hluti af danska ríkinu varð sama ástand að ríkja hér. Af þeim sökum var „lýsandi“ ákvæði dönsku stjónarskrárinnar gert að „fyrirskipandi“ ákvæði í stjórnarskránni um sérmál Íslands. Til þessa þarf að taka tillit við alla umræðu um 62. gr.

Einnig er nauðsynlegt að 62. gr. segi alla söguna um kirkjuskipanina hvað stjórnarskrána áhrærir. Svo er ekki nú. Í 62. gr. segir eins og flestir vita:

Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.

Síða er haldið áfram í 79. grein (síðari hluta):

Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu, til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.

Lágmarksbreyting á 62. gr. er því að hún verði þannig:

Hin evangeliska lúterska kirkja er þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum. Samþykki Alþingi breytingu á kirkjuskipuninni skal bera það mál undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Skal atkvæðagreiðslan vera leynileg.

Málfarið ber 19. öldinni óneitanlega vitni og það þarf að samræma stíl væntanlegrar stjórnarskrár.

Síðan verður auðvitað að ræða hvort evangelísk-lútherska kirkjan sé enn þjóðkirkja á Íslandi eða ekki. Það er í raun ekki atriði sem slegið verður föstu með stjórnarskrárákvæði heldur hvílir það á gagnkvæmum tengslum þjóðarinnar og kirkjunnar á fjölmörgum sviðum lífsins hvort sem þjóðin í heild eða einstaklingar eiga hlut að máli.

Tvær víddir 62. gr. stjórnarskrárinnar

Árni Daníelsson, 15. November 2010

eftir Arnfríði Guðmundsdóttur og Hjalta Hugason

Í 62. gr. stjórnarskrárinnar er að finna svokallaða kirkjuskipan landsins. Þar segir:

Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.
Breyta má þessu með lögum.

Fyrri liðurinn er óbreyttur frá 1874 og byggir á fyrirmynd úr dönsku stjórnarskránni frá 1849. Um miðja 19. öld var þetta frjálslynt og framsækið ákvæði sem greindi kirkjuna frá ríkinu og boðaði að þjóðin skyldi öðlast aukin áhrif í kirkjunni. Með þessu ákvæði tók því að örla á lýðræði í söfnuðunum.

Seinni liðurinn er viðbót frá 1914 sem ætlað var að gera kirkjuskipanina straumlínulagaðri. Ekki átti að þurfa þingrof, kosningar og staðfestingu nýs þings til að breyta kirkjuskipaninni eða fella hana úr gildi. Um 1920 var bætt við ákvæði sem nú er að finna í 79. gr. stjórnarskrárinnar og kveðið á um að yrðu slík lög sett skyldi bera þau undir þjóðaratkvæði.

Í 62 gr. stjórnarskrárinnar er ekki kveðið á um að íslenska ríkið sé lútherskt. Þvert á móti hurfu stjórnarskrárnar 1849 og 1874 frá slíku ákvæði enda mundi það ekki samræmast hugmyndum um nútímalegt lýðræðis- og fjölhyggjusamfélag.

Í 62. gr. stjórnarskrárinnar er heldur ekki kveðið á um að ríkisvaldið skuli styðja og vernda evangelíska kirkju vegna þess að hún er lúthersk. Það væri mismunun.
Í 62. gr. stjórnarkrárinnar er aðeins kveðið á um að ríkisvaldið skuli styðja og vernda lúthersku kirkjuna að „því leyti“ sem hún er þjóðkirkja, það er kirkja þjóðarinnar eða yfirgnæfandi meirihluta hennar.

Hér er með öðrum orðum sagt að ríkisvaldið skuli styðja og vernda þá kirkju sem meirihluti þjóðarinnar kýs að tilheyra. Þetta er jákvæð mismunun sem oftast er rökstudd með yfirburðastærð kirkjunnar, langri sögu hennar með þjóðinni og fjölþættum félags- og menningarlegum hlutverkum sem þessi stóra kirkja gegnir og önnur trúfélög hafa ekki gengið inn í í sama mæli og hún. Eitt af þeim hlutverkum er að þjóna öllum sem til þjóðkirkjunnar leita í gleði eða þraut, koma til móts við alla af virðingu, einlægni og kærleika, án þess að spyrja um kirkjuaðild eða trúarsannfæringu.

Á stjórnlagaþingi þarf að ræða framtíð 62. greinarinnar í óbreyttri eða breyttri mynd — eða niðurfellingu hennar. Þá þarf að hafa í huga að hún hefur tvær víddir: Önnur lýtur að trúarpólitík og lögformlegri stöðu evangelísk-lúthersku meirihlutakirkjunnar. Hin er aftur á móti huglægari og lýtur að þjóðgildunum.

Hugsanlega fer afstaða margra til framtíðar 62. gr. eftir því um hvora vídd hennar er að ræða. Greinina þarf því að brjóta til mergjar, umorða og hugsanlega flytja framar eða aftar eftir atvikum. Svo er stóra spurningin hvort markmiðum hennar á 21. öldinni verði betur náð með allt öðrum hætti. — Það bíður til annars pistils að svara henni.