Ferilskrá

BA heimspekideild Háskóla Íslands (íslensku) 26. júní 1993; MA í íslenskum bókmenntum 26.okt. 1996; dr.phil. í íslenskum bókmenntum 1. feb. 2003.

Styrkþegi Rannsóknaráðs 1997-2006. Stundakennari við Háskóla Íslands 1999-2004. Reglulegur kjallarahöfundur og gagn­rýn­andi hjá DV 1996-2003. Kennari við Menntaskólann í Reykjavík (íslenska) 2002-2008 og 2013-2014. Starfsmaður Árnastofnunar (styrkþegi, kenndur við Árna Magnússon) 2007-2008. Ýmis önnur störf.

Lektor í íslenskum bókmenntum fyrri alda frá 1. jan. 2008, dósent frá 1. maí s.á., prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda frá 1. júlí 2011.

Formaður Félags íslenskra fræða 1999-2002. Í stjórn Launasjóðs rithöfunda 2002-2004. Í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur (áður menningarmálanefnd) 2003-2006. Formaður Bókmenntafræðistofnunar Háskóla Íslands 2010-2014. Í vísindanefnd Háskóla Íslands 2011-2015, formaður hennar 2013-2015. Í stjórn Leikfélags Reykjavíkur 2013-2021. Í stjórn Hins íslenska þjóðvinafélags frá 2014. Í fulltrúaráði Hins íslenska bókmenntafélags frá 2015, varaforseti félagsins 2017-2022 og forseti Hins íslenska bókmenntafélags frá 2022. Í stjórn Hins íslenska fornritafélags frá 2015. Varaformaður Íslenskrar málnefndar 2015-2020, formaður Íslenskrar málnefndar frá 2020. Í starfshópi um ný götunöfn í Reykjavík 2001-2022. Ritstjóri Andvara frá 2020. Ritstjóri íslensks efnis í Literary Encyclopedia frá 2021.

Hvatningarverðlaun Rannsóknarráðs Íslands árið 2009. Tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011 (fræðirit og rit almenns efnis) og 2014 (barna- og ungmennabækur). Kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslendinga 2012. Tilnefndur til Hvatningarverðlauna Öryrkjabandalags Íslands 2013. Á heiðurslista IBBY 2016.