Um mig

Ásdís stundaði nám í frönsku máli og bókmenntum (Lettres modernes) við Stendhal-háskólann í Grenoble frá 1988-1997 og lauk þaðan doktorsnámi í frönskum bókmenntum miðalda og endurreisnar árið 1997. Hún hefur kennt við Háskóla Íslands frá 1997.

Helstu rannsóknasvið Ásdísar eru bókmenntir miðalda, viðtökur og þýðingar franskra bókmennta á Íslandi og í Skandinavíu. Ásdís hefur einnig áhuga á smásögum og öðrum styttri textum, þýðingum og hugmyndasögu og ýmsum verkefnum tengdum þeim viðfangsefnum. Hún vinnur nú m.a. að útgáfu smásagnasafnsins Fríða og dýrið. Franskar smásögur og ævintýri fyrri alda og íslenskri þýðingu Kerruriddarans (Lancelot) eftir Chrétien de Troyes.