Gestaprófessor við Williams College

Þá erum við búin að koma okkur fyrir í þessum litla heillandi háskólabæ Williamstown þar sem við munum dvelja þetta misserið við nám, kennslu og leik. Fyrsti háskóladagur stjórnmálafræðinemandans 🙂 Álfrúnar Perlu Baldursdóttur fór í að ræða trúarbragðadeildur. Felix Bergsson situr við skriftir og semur kvikmyndahandrit, leikrit og sjónvarpsefni - af nógu er að taka á þeim bænum 🙂

williamswilliams3williams4

Hér við Williams College, jafnt sem heima, er mikill áhugi á smáríkjum og stöðu þeirra í alþjóðasamfélaginu. Hér vilja nemendur einnig fræðast um ESB og góð aðsókn er í námskeið um Evrópusamrunann. Það kemur skemmtilega á óvart að í þessum litla háskóla þar sem rúmlega 2000 yfirburða nemendur stunda nám og metinn er einn af betri háskólanum í Bandaríkjunum skuli vera svo mikill áhugi á smáríkjafræðum og Evrópusamrunanum. Þetta misseri verður spennandi hér í landi tækifæranna og við eigum það hinum frábæra manni Magnúsi Þór Bernharðssyni að þakka - og svo erum við meira að segja búnir að finna þessa frábæru Crossfitstöð 🙂

williams5williams2williams7

Hér er heimasíða háskólans fyrir áhugasama: http://www.williams.edu/

This entry was posted in Uncategorized. Bookmark the permalink.