Góðir Íslendingar og varasamir útlendingar?

Ný bók um alþjóðasamskipti Íslands frá landnámi til stofnunar lýðveldis. Málþing í tilefni útgáfunnar fimmtudaginn 21. október kl. 16-18 í Þjóðminjasafninu.

Hvernig verður utanríkisstefna Íslands á 21. öldinni?

Framtíðsýn á utanríkismál Íslands er umfjöllunarefni lokaþáttar Völundarhúss utanríkismála. Í þætt­inum er meðal ann­ars rætt um helstu áskor­anir og tæki­færi sem Ísland stendur frammi fyrir í alþjóða­mál­um, hvernig íslenskum ráða­mönnum hafi gengið að feta sig í alþjóða­sam­fé­lag­inu frá lokum kalda stríðs­ins og hvort Ísland hafi tryggt sér banda­menn sem geta aðstoðað við að tryggja hags­muni sína. Gestir þáttarins eru þau Halla Hrund Loga­dóttur orku­mála­stjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla og Björn Bjarna­son fyrr­ver­andi ráð­herra og höf­undur ítar­legra skýrsla um utan­rík­is­mál Íslands.  Grein um efni þáttarins á Kjarnanum.

Takast Bandaríkin og Kína á um Ísland?

Völundarhús utanríkismála fjallar um samskipti Ísland og Kína frá 1995 til 2021. En í þættingum er rætt við Geir Sigurðsson prófessor í kínverskum fræðum við HÍ og Snæfríði Grímsdóttur aðjúnk í kínverskum fræðum við HÍ. Ísland sótt­ist eftir póli­tísku og efna­hags­legu skjóli Kína eftir hrun og not­færði sér auk­inn áhuga stór­veld­anna á Norð­ur­slóðum og stað­setn­ingu lands­ins í Norð­ur­-Atl­ants­hafi til þess að efla sam­skipti við Kína á sínum tíma. Grund­vall­ar­stefnu­breyt­ing hefur hins vegar átt sér stað gagn­vart Kína. Í dag nýtir Ísland sér stór­velda­kapp­hlaup Kína og Banda­ríkj­anna í þeim til­gangi að reyna að tryggja land­inu póli­tískt og efna­hags­legt skjól frá Banda­ríkj­un­um. Hér má líka finna ítarlega grein um efni hlaðvarpsþáttarins.

Ný skýrsla um samskipti Íslands og Kína frá 1995 til 2021

Report: Lilliputian encounters Gulliver final - Sino Icelandic Relations from 1995 to 2021.

Lilliputian Encounters with Gulliver; Sino-Icelandic Relations from 1995 to 2021

Leituðu íslenskir ráðamenn hjálpar í Bejing í hruninu?

Ný skýrsla um samskipti Íslands og Kína á tímabilinu frá 1995 til 2021 verður kynnt í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins föstudaginn 1. október kl. 12-13. Samskipti landanna hafa tekið stakkaskiptum á þessum tíma. Við förum ítarlega yfir pólitísk, efnahagsleg og samfélagsleg ríkjanna en við Snæfríður Grímsdóttir aðjúnkt í kínverskjum fræðum höfum unnið að rannsókninni frá vordögum 2020.

Byggir Evrópustefna Íslands á áfallastjórnun?

Þátttaka Íslands í áfallastjórnun Evrópusambandsins í gegnum samninginn um EES eins og til að mynda varðandi sóttvarnir, bóluefnakaup og aðstoð við að koma Íslendingum til landsins eins og í upphafi COVID-19 faraldursins skiptir sköpum um geti íslenska stjórnvalda að takast á við yfirstandandi farsótt. Þetta kemur meðal annars fram í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála þar sem Baldur Þórhallsson ræðir við Kristrúnu Heimisdóttur lektor í lögfræði og Gylfa Zoega prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands um Evrópustefnu Íslands.
Þætt­irnir eru hluti af sam­­­­starfs­verk­efni Háskóla Íslands, Rann­­­­sókna­­­­set­­­­urs um smá­­­­ríki við háskól­ans og hlað­varp Kjarn­ans og liður í því að koma rann­­­­sóknum fræð­i­­­­manna við Háskóla Íslands á fram­­­­færi utan aka­dem­í­unn­­­­ar.

Samskipti Íslands og Bandaríkjanna munu mótast af samkeppni Kína og Bandaríkjanna

Kína þarf að ógna Bandaríkjunum frá Norðurslóðum til að Bandaríkin sýni Íslandi verulega aukin áhuga. Samskipi Íslands og Bandaríkjanna munu ráðast af samkeppni Bandaríkjanna og Kína á heimsvísu og hafa ekkert með íslenska ráðamenn að gera. Þannig mun stefna Bandaríkjanna gagnvart Íslandi byggist á samskiptum Bandaríkjanna við Kína og Rússland. En bandarískir ráðamenn líta þannig á að minnsti ávinningur Kína af samskiptum við Ísland skaði hagsmuni þeirra. Þetta kemur meðal annars fram í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála Íslands þar sem Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands ræðir niðurstöður rannsókna sinna um utanríkismál við Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og Piu Hansson forstöðumann Alþjóðamálastofnunar um samskipti Íslands og Bandaríkjanna.  Góða samantekt á þættinum má finna hér.

Mikilvægi norrænnar samvinnu við stjórn Íslands

Norðurlöndin veita Íslandi mikilvægt pólitískt, efnahagslegt og samfélagslegt skjól og hjálpa til við stjórn landsins. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála Íslands þar sem Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði ræðir um niðurstöður rannsókna sinna við Boga Ágústsson fréttamann á RÚV og fyrrverandi formann Norrænafélagsins og Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði um samskipti Íslands við Norðurlöndin.
Í þættinum kemur fram að mikil andstaða hafi verið hér á landi í garð náinnar samvinnu við þjóðir heims. Ísland hafi hins vegar oft byrjað á því að opna landið yfir til hinna Norðurlandanna og þannig hafi Norðurlöndin verið eins konar hlið okkar inn í hinn stóra heim. Fyrst hafi Ísland til að mynda verið þátttakandi í sameiginlegum norrænum vinnumarkaði og fyrstu löndin sem Íslendingum var leyfilegt að ferðast til án vegabréfs hafi verið Norðurlöndin. Síðan hafi Ísland yfirfært þetta fyrirkomulag yfir á Evrópska efnahagssvæðið og Schengen.
Ísland hafi fylgst náið með þátttöku Norðurlandanna í samvinnu við önnur ríki Evrópu og tekið mið af henni við inngönguna í EFTA, EES og Schengen. Norðurlöndin hafi hjálpað Íslandi að ná betri samningum við Evrópusambandið í tengslum við inngönguna í EFTA, EES og Schengen. Góða samantekt á þættinum má finna hér.

Völundarhús utanríkismála Íslands: Nýtt hlaðvarp

Nýtt hlaðvarp Kjarnans um utanríkisstefnu Íslands hefur hafið göngu sína. Markmiðið er að miðla og ræða niðurstöður rannsókna um utanríkistefnu Íslands. Í þessum þáttum verða rannsóknir mínar til umræðu. En ég hef unnið að rannsóknum í stjórnmálafræði í hart nær þrjá áratugi og sérhæft mig í rannsóknum á stöðu smáríki í Evrópu og utanríkisstefnu Íslands. Í hverjum þætti býð ég tveimur sérfróðum gestum um utanríkismál Íslands í Völundarhúsið til að ræða efni vísindagreinanna sem þættirnir byggja á. En ein til fjórar fræðigreinar liggja til grundvallar hverjum þætti fyrir sig. Markmiðið með þáttunum er að koma rannsóknaniðurstöðunum á skýran og skilmerkilegan hátt á framfæri. Með öðrum orðum má segja að markmið þáttanna sé að leiða okkur út úr völundarhúsi vísindalegrar umræðu um utanríkisstefnu Íslands inn á beina og beiða braut skýrrar umræðu um utanríkismál.
Í þáttunum, sem verða alls sex að tölu, verður fjallað um jafn mörg viðfangsefni sem öll snerta grundvallaratriði varðandi utanríkismál Íslands. Fyrsti þátt­ur­inn fjallar um hvaða aðferðum lítil ríki beita til að verja hags­muni sína og hafa áhrif í alþjóða­sam­fé­lag­inu en þar ræði ég við Karl Blön­dal aðstoð­ar­rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins og Silju Báru Ómars­dóttur pró­fessor í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands.
Í næstu þáttum verður fjallað um Norðurlandasamvinnuna, samskiptin við Bandaríkin, þátttöku Íslands í samvinnu Evrópuríkja og ný rannsókna á samskiptum Íslands við Kína kynnt til sögunnar. Lokaþátturinn sný svo að framtíðinni, þ.e. hvernig utanríkismálum Íslands er best komið fyrir í nánustu framtíð.
Þætt­irnir eru hluti af sam­starfs­verk­efni Háskóla Íslands, Rann­sókna­set­urs um smá­ríki við háskól­ans og hlað­varpi Kjarn­ans og liður í því að koma rann­sóknum fræði­manna við Háskóla Íslands á fram­færi utan aka­dem­í­unn­ar.

Small States in Crisis

Proud to present a new chapter and a book on Small States and Crisis Management.  In our chapter Anders Wivel, Kulli Sarapuu and I discuss how to analyse crises in small states (Analysing Small States in Crisis: Fundamental Assumptions and Analytical Starting Points).  The book, Small States and the European Migrant Crisis: Politics and Governance, edited by in Tómas Joensen and Ian Taylor, examines the experience of small states in Europe during the 2015–2016 migration crisis. The contributions highlight the challenges small states and the European Union faced in addressing the massive irregular flow of migrants and refugees into Europe and the Schengen Area. The book is final product of the Jean Monnet Network NAS - Navigating the Storm: The Challenges of Small States in Europe. It also features chapters from Tómas Joensen, Charalampos Tsardanidis, Mariliis Trei, Primož Pevcin, Danila Rijavec, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Đana Luša, Triantafyllos Akis Karatrantos, Roderick Pace and Hugo Brady, and an excellent concluding section by Anders Wivel.