CV

Námsferill

  • B.Sc (Hons) próf í byggingarverkfræði frá Heriot-Watt University, Edinborg, 1986.
  • Licentiatpróf frá Byggingarverkfræðideild Háskólans í Lundi, 1989.
  • Doktorspróf frá Byggingarverkfræðideild Háskólans í Lundi, 1992.
  • Diplóma próf í Opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands 2002.

Starfsferill

  • Björn Karlsson er fæddur í Reykjavik 10 apríl 1959. Hann útskrifaðist sem
  • Byggingarverkfræðingur frá Heriot-Watt University, Edinborg 1986, er með Licentiatpróf frá Byggingarverkfræðideild Háskólans í Lundi frá 1989 og með Doktorspróf frá sömu deild 1992.
  • Hann vann sem Associate Professor við þá deild 1993 til 2001, hlaut stöðuna Visiting Professor við University of Maryland 1996, og varð brunamálastjóri og forstöðumaður Brunamálastofnunar árið 2001.
  • Björn hefur ritað bækur og nokkurn fjölda greina um brunavarnir og brunavísindi, þekktasta rit hans er bókin "Enclosure Fire Dynamics" sem er gefin út af CRC Press en samhöfundur þeirrar bókar er Prófessor James Quintiere við Deptartment of Fire Protection Engineering, University of Maryland. Hann hefur haldið fjölda fyrirlestra á alþjóðlegum ráðstefnum, m.a. í Evrópu, Bandaríkjunum, Kanada, Japan, Kína og Ástralíu. Hann situr í stjórn alþjóðlega brunavísindafélagsins (www.iafss.org) og er formaður menntamálanefndar þess félags. Björn er í ritstjórn tímaritsins Fire Technology og í ritstjórn tímaritsins International Journal on Engineering Performance-Based Fire Codes.
  • Björn er varaformaður Verkfræðingafélags Íslands, formaður Lagnafélags Íslands og er ritari
  • stjórnar Félags forstöðumanna ríkisstofnana og Dósent við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.