Uni bilar

Eins og notendur hafa ugglaust orðið varir við, fór þessi vefur og undirvefir hans niður í síðustu viku. Ástæðan var bilun í rosknum vefþjóni sem hýsti vefinn.

Reiknistofnum biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi bilun olli.

Undirbúningur fyrir færslu uni á nýjan kerfisgurnn var hafin en ekki lokið þegar ólánið dundi yfir. Slík færsla er mikil vinna og þarf að kíkja í mörg horn og slá inn mikið af stillingum.

Ólánð hafði þó jákvæða hlið því þegar upp var staðið var grunnur kerfisins marfalt öflugri og stöðugri. WordPress kerfið var nýrra og öflugra, með fleiri möguleikum og þægilegra stjórnborði.

Lesendur uni vefja sáu í fyrstu engan mun, en þeir sem ritstýra þar vefjum fengu endurbætt stjórnborð og nýja möguleika. Til dæmis eru fleiri þemu í boði. Nýjum þemum fylgja til dæmis stórbættir möguleikar á að stýra leiðarkerfi vefja. Stjórnborð vefsins er í grunnin það sama, en smávægilegar breytinga og endurbætur eru sýnilegar.

Þekkt vandamál:

  • Í nokkrum tilfellum hafa notendur ekki getað hlaðið upp skrám. Unnið er að viðgerð.
  • Stillingar fyrir qTranslate glatast í einhverjum tilfellum. Stilla þarf qTranslate aftur í " Settings-> Languages".

Opna skal síðuna Settings -> Languages

Ef Íslenskan hefur dottið út úr listanum þarf að bæta henni í listann aftur:
Undir Language, Add Language;
Language code = is
Flag = is.png
Locale = is_IS
Dateformat og Time Format má vera tómt
Not Available Message = "Ekki til á íslensku" eða viðlíka.
Smellt á Add Language.
Eftir þetta kemur íslenska í listann til hægri og hægt að virkja hana þar ( smellt á Enable í íslensku röðinni ).
Þegar þessu er lokið má velja og raða tungumálum í General Settings -> Default Language / Order á sömu síðu.