Kennsla

Frá 2001 hef ég kennt heimspeki, forngrísku og sögu og menningu Forngrikkja við Háskóla Íslands og Menntaskólann í Reykjavík. Einnig hef ég kennt námskeið eða hluta námskeiða við Listaháskóla Íslands og Endurmenntun Háskóla Íslands.

Háskóli Íslands

Heimspeki
Undanfarin ár hef ég kennt Fornaldarheimspeki (HSP104G) og Inngang að þekkingarfræði (HSP304G) og Inngang að frumspeki (HSP416G) (þrjár vikur um frumspeki í fornaldarheimspeki). Ég hef einnig kennt Rökfræði og gagnrýna hugsun og Málstofu um a priori.

Forngríska
Hef kennt inngangsnámskeið í forngrísku (Forngríska I og Forngríska II), ýmis námskeið um hugmynda- og menningarsögu fornaldar og fjölda lesnámskeiða, með áherslu á lestur texta á frummálinu (Gríska sagnaritun, Hesíodos, Heródótos, Grískan kveðskap, Gríska mælskulist, Gríska harmleiki og Gríska rithöfunda 5. og 4. aldar f.Kr.).

Menntaskólinn í Reykjavík

Námskeið um hugmyndasögu Grikklands hins forna með áherslu á heimspeki, fræði og vísindi. Alla jafna lesum við úrval af frumherjum heimspekinnar, úr verkum Heródótosar og Þúkýdídesar ásamt verkum Hippókratesar og sófistanna. Við lesum líka Ský Aristófanesar og Síðustu daga Sókratesar (Málsvörn Sókratesar, Krítón og Faídon) og stundum Samdrykkjuna.
Nánari upplýsingar um námskeiðið eru hér.

Gagnlegar síður á netinu: