Pýþagóras og Fílólás; Xenófanes; Herakleitos

Í þessum tíma byrjum við á Pýþagóringum. Kenningar Pýþagórasar um sálina og hirðu hennar höfðu mikil áhrif, m.a. á Platon, en flestar kenningar í stærðfræði og heimsfræði sem eru eignaðar honum koma í raun frá Fílólási, sem var uppi seint á 5. öld. Við snúum okkur síðan að Xenófanesi, sem kynnti til sögunnar spurningar um eðli og möguleika þekkingar, og Herakleitosi, sem er þekktastur fyrir að halda því fram að allt fljóti.

Textar nr. 1 og 2 eru þýðingar á frumtextum. Íslenska þýðingin (nr. 2) er aðeins úr hluta lesefnisins. Nr. 3 bls. 6-13 er greining á kenningum Xenofanesar og Herakleitosar. Nr. 4 er grein um Pyþagóras (sem Shields fjallar ekki um). Nr. 4 A eru greinar um Pýþagóringa og nr. 4 B-D eru pistlar (podcasts) um Pýþagóras, Xenófanes og Herakleitos (um 20 mínútur hver). Þeir sem vilja kynna sér Pýþagórasarlögmálið geta fylgt krækjunni í nr. 5 A sem leiðir þá á viðeigandi stað í Khan akademíunni.

  1. Cohen/Curd/Reeve: 18-40; 97-99.
  2. Ugla: Curd/Eyjólfur: Frumherjar grískrar heimspeki 64-70.
  3. Shields: 6-13.
  4. Stanford: Huffman Pythagoras.
  5. Ítarefni:
    1. Stanford: Huffman Pythagoreanism.
    2. Adamson: Xenófanes.
    3. Adamson: Pýþagóras.
    4. Adamson: Herakleitos.
  6. Annað:
    1. Khan akademína: Pýþagórasarlögmálið.