Platon: Sálin; fornaldarheimspeki og trú

Kenning Platons um sálina og þrískiptingu hennar er á dagskrá í þessum tíma. Við skoðum rökin fyrir þrískiptingu sálarinnar og kenningu Platons um hvernig við stjórnum henni og hvað þarf til að halda stjórn á sálinni. Við munum einnig taka fyrir fyrsta þema námskeiðsins: fornaldarheimspeki og trú.

Textar nr. 1 til 3 eru úr hlutar Ríkisins og  Fædrosar þar sem fjallað er um sálina og þrískiptingu hennar. Nr. 3 eru tvenn rök um ódauðleika sálarinnar úr  Fædoni (þriðju rökin, upprifjunarrökin, voru á dagskrá 30. september). Nr. 4 er umfjöllun um kenningu Platons um sálina og nr. 5 er grein eftir Glenn Most um fornaldarheimspeki og trú.

  1. Platon, Ríkið IV.435a-445e, X.608c-621d
  2. Ugla: Platon, Fædros 245c-249d.
  3. Cohen/Curd/Reeve: 278-80, 286-88, 305-11 [= Platon, Fædon 70b-72a, 78b-80a, 100a-107a]. Samræðan er til á íslensku: Platon, Síðustu dagar Sókratesar (Rvk: 1973).
  4. Shields: 97-100.
  5. Ugla: Most 300-322 (um fornaldarheimspeki og trú)
  6. Ítarefni:
    1. Adamson: Fædon.