Kennsluáætlun og námsmat, vor 2018

Herodótos (frh.)

  • 5.1. Bók VII (1-19; 132-152): Xerxes kemst til valda; vígbúnaður Aþeninga.
  • 10.1. Bók VII (196-233): Orrustan í Laugaskörðum.
  • 12.1. Bók VIII (40-103): Orrustan við Salamis.
  • 17.1. Bók IX (90-121): Mýkala; ástarmál Xerxesar.
  • 19.1. Bók IX (122): Lokaorð Kýrosar.
  • 21.1. Skil á ritgerð um Herodótos (ritgerðir fara í jafningjamat). 3000-4000 orð. Ritgerðum skilað í tölvupósti til kennara.

Þúkýdídes og sófistar

  • 24.1. Þúkýdídes: Bók I, 1-23 (bls. 23-36 í ljósriti).
  • 26.1. Þúkýdídes: II, 34-70 (bls. 126-149).
  • 29.1. Skil á jafningjamati.
  • 31.1., 2.2., 7.2. og 9.2.: Gestakennari: Þorsteinn Vilhjálmsson. Efni: Sófistarnir.
  • 4.2. Lokaskil á ritgerð.
  • 14. 2. Þúkýdídes: III, 69-90 (bls. 215-227).
  • 16.2. Vorhlé.

Aristófanes

  • 21.2. Aristófanes og grísk kómedía: Kynning.
  • 23.2. Lýsístrata.
  • 28.2. Lýsístrata.
  • 2.3. Lýsístrata.
  • 7.3. Lýsístrata.
  • 14.3. Leiklestur.

Platon

  • 16.3. Kynning á Platoni og Sókratesi.
  • 21.3. Samdrykkjan 172a-180b (bls. 43-60): Inngangur og Fædros.
  • 23.3. Samdrykkjan 172a-180b (bls. 60-76): Pásanías og Eryxímakkos.
  • 4.4. Samdrykkjan 172a-180b (bls. 76-85): Aristófanes.
  • 6.4. Samdrykkjan 180c-201c (bls. 85-101): Agaþon.
  • 11.4. Samdrykkja 201d-212c (bls. 102-124): Sókrates.
  • 13.4. Samdrykkja 212c-223c (bls. 124-148): Alkibíades; umræða um stúdentspróf.

Námsmat

Námsmat vorið 2018 byggir á eftirfarandi:

  1. Ritgerð.
  2. Jafningjamati.
  3. Leiklestri.
  4. Ástundun og þátttöku.

Vetrareinkunn byggir á þessu efni ásamt eftirfarandi frá því haustið 2017:

  1. Tímaritgerð 1.
  2. Tímaritgerð 2.
  3. Örráðstefnu.
  4. Ástundun og þáttaka.

Nánar um ritgerð um Herodótos: 3000 til 4000 orða heimildaritgerð um Heródótos. Nemendur velja sér efni (sem tengist Heródótosi) í samráði við kennara. Fyrst ber að skila stuttri lýsingu á ritgerð og heimildum (hámark ein síða, fyrir áramót), og síðan skal skila ritgerðinni í heild sinni. Skilafrestur er sunnudagur 21. janúar.