Sérverkefni, frágangur verkefna og heimildanotkun

Eftirfarandi skjal hefur að geyma upplýsingar um sérverkefni í grísku og latínu: lýsingu á tegundum verkefna, markmiðum þeirra, viðmiðum, hæfniviðmiðum o.s.frv.

Sérverkefni – lýsing og hæfniviðmið (pdf)

---

Hér að neðan eru skjöl sem hjálpa nemendum með frágang ritgerða og verkefna; sniðmát og fyrirmæli sem ég bið nemendur að fara eftir í námskeiðum sem ég kenni. Tilgangur þeirra er þríþættur. Í fyrsta lagi er gagnlegt fyrir mig þegar ég fer yfir ritgerðir og verkefni að hafa örugglega nægt rými á spássíum fyrir athugasemdir og aðrar merkingar o.s.frv. Í öðru lagi er gagnlegt fyrir nemendur, sem kunna að vera í vafa um hvaða væntingar eru gerðar til þeirra, að hafa leiðbeiningar sem þeir geta farið eftir. Í þriðja lagi er holl reynsla fyrir nemendur að þurfa að fylgja (sérviskulegum) fyrirmælum – sem eru örlítið frábrugðin fyrirmælum sem þeir fá annars staðar – enda munu þeir kynnast því von bráðar þegar þeir senda ritgerðir til birtingar í tímaritum og annars staðar þar sem sérhver ritstjóri hefur eigin viðmið.

Nokkur heilræði um ritgerðaskrif (pdf)

Frágangur ritgerða (pdf)

Sniðmát fyrir styttri verkefni (doc)

Sniðmát forsíðu lengri verkefna (doc)

---

Í þessu skjali eru leiðbeiningar um Heimildanotkun (pdf) (hvenær og hvernig skal vísa í heimildir) þar sem aðeins er vikið að nokkrum venjum sem tíðkast í fornfræði, hvernig farið er með vísanir í forna höfunda o.s.frv.:

---

Í þessu skjali er að finna einkunnaviðmið (pdf) Hugvísindasviðs með lýsingu á þeim kostum og göllum sem gera að verkum að verkefni verðskuldar tiltekna einkunn:

 

---

Ritver Háskóla Íslands hefur upp á að bjóða margvíslega aðstoð, jafnt um vinnubrögð og frágang.