Forsíða

Guðmundur Jónsson

prófessor í sagnfræði
Árnagarði, herbergi 404
Háskóla Íslands
101 Reykjavík

Sími: 525 4208
Netfang: gudmjons hjá hi.is
Viðtalstímar: Mánud. 10-12

Ég er fæddur í Reykjavík árið 1955. Að loknu BA-námi í sagnfræði og þjóðfélagsfræði við Háskóla Íslands 1975-1979 vann ég við menntaskólakennslu og lauk jafnframt cand. mag. prófi í sagnfræði árið 1983. Á árunum 1987-1992 bjó ég í Englandi með fjölskyldu minni þar sem ég lauk doktorsprófi frá London School of Economics and Political Science 1991 og vann í framhaldinu að rannsóknum. Þegar til Íslands kom starfaði ég á Hagstofu Íslands í nokkur ár við undirbúning að útgáfu Hagskinnu – sögulegra hagtalna um Ísland og vann sem stundakennari í Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Árið 1998 var ég ráðinn sem lektor við Háskóla Íslands og hef verið þar prófessor síðan 2004.

Kennslusvið mitt er Íslandssaga 19. og 20. aldar, einkum félags- og hagsaga. Ég hef einnig kennt námskeið um erlenda félags- og hagsögu, þar á meðal um hagsögu Evrópu og N-Ameríku, hnattvæðingu, þróun neysluþjóðfélagsins og sögu kapítalismans. Ég hef umsjón með og kenni skyldunámskeiðin Íslandssaga eftir 1815 og Sagnaritun og söguspeki. Auk þess hef ég með höndum fræðslu um ritun BA-ritgerða.

Rannsóknir mínar falla flestar undir eftirfarandi fjögur svið:
Hagvöxtur og hagþróun á 19. og 20. öld
Neysluhættir og matarsaga síðari alda
Efnahagssamvinna Íslands og Evrópu eftir 1945
Saga velferðarríkisins