Átakahefðin í íslenskum stjórnmálum og norrænt samráðslýðræði

Í greininni "Átakahefðin í íslenskum stjórnmálum og norrænt samráðslýðræði" sem birt er ráðstefnuriti Söguþings 2012,  dregur Guðmundur Jónsson í efa að telja beri Íslendinga til þeirra þjóða sem aðhyllast samráðslýðræði (e. consensual model of democracy). Hann færir rök fyrir því að Ísland tilheyri frekar þeim löndum sem búa við átakahefð (e. adversarial model of democracy). Rætt er um þessar tvær stjórnmálahefðir út frá valdahlutföllum í stjórnmálum, aðstæðum á vinnumarkaði s.s. tíðum verkföllum og takmörkuðu samráði verkalýðshreyfingar, ríkisvalds og atvinnurekenda. Einnig er fjallað um þá viðteknu skoðun í stjórnmálum að stjórnarmeirihlutinn eigi að stjórna og minnihlutinn eigi að vera í andstöðu og hvernig hún hefur ýtt undir átök.