Retrenchment or renewal? Welfare states in times of economic crisis (2013)

Retrenchment

Retrenchment or renewal?  Welfare states in times of  economic crisis

Edited by Guðmundur Jónsson and Kolbeinn Stefánsson.
NordWel Studies in Historical Welfare State Research 6.
Helsinki 2013.  ISBN 978-952-10-8675-5

Efnahagskreppan sem reið yfir heimsbyggðina árið 2008 hefur verið velferðarríkjum þung í skauti og skekið fjárhagslegar, félagslegar og stjórnmálalegar undirstöður þeirra. Bókin fjallar um áhrif kreppunnar á velferðarríkin á Vesturlöndum og félagsmálastefnu þeirra. Hvernig brugðust ríkin við kreppunni á sviði velferðarmála? Hefur kreppan haft sömu áhrif á stöðu karla og kvenna? Markar kreppan upphaf aðhaldsstefnu og niðurskurðar í velferðarkerfum eða eru vísbendingar um að nýtt tímabil félagslegra umbóta sé að hefjast?

Í bókinni eru 16 greinar eftir 20 fræðimenn frá ýmsum löndum og úr ýmsum greinum hug- og félagsvísinda.  Lesandinn fær góða yfirsýn yfir samspil efnahagsáfalla og velferðarkerfa á undanförnum árum en í bókinni er einnig er að finna ítarlegar rannsóknir á afmörkuðum þáttum kreppunnar og einstökum löndum. Þau lönd sem sérstaklega eru skoðuð eru Bandaríkin, Bretland, Danmörk, Finnland, Írland, Nýja-Sjáland og Ungverjaland – að ógleymdu Íslandi sem fjallað er um í fjórum köflum. Bókin er gefin út í ritröð norræna öndvegissetursins NORDWEL sem ásamt öndvegissetrunum REASSESS og EDDU stendur að útgáfu bókarinnar.

Ritstjórar eru Guðmundur Jónsson prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands og Kolbeinn Stefánsson félagsfræðingur og starfsmaður Hagstofu Íslands.