Kennsla

Kennslusvið mitt hefur einkum verið félags- og hagsaga Íslands á 19. og 20. öld, og sagnaritun og söguspeki. Á síðari árum hef ég fikrað mig lengra aftur í tímann með námskeiðum um sögu neyslusamfélagsins, hagsögu fjölskyldunnar og samfélagshætti í upphafi 18. aldar. Ég hef einnig kennt námskeið um erlenda félags- og hagsögu, þar á meðal um hagsögu Evrópu og N-Ameríku, hnattvæðingu, þróun neysluþjóðfélagsins og sögu kapítalismans. Nú kenni ég skyldunámskeiðið Efnahagur og lífshættir – Íslandssaga III fyrir nemendur á fyrsta ári.