Félag um rannsóknir á stærðfræðimenntun á Íslandi

Þann 2. mars 2011. var stofnað félag um rannsóknir á stærðfræðimenntun á Íslandi.  Félagið hefur það að markmiði að ýta undir og auka áhuga á rannsóknum á sviði stærðfræðimenntunar á Íslandi og að stuðla að aukinni menntun rannsakenda á þessu sviði. Félagið er opið einstaklingum sem styðja markmið félagsins.

Stjórn félagsins skipa Guðný Helga Gunnarsdóttir, formaður. Meðstjórnendur eru Kristín Bjarnadóttir og Ingólfur Gíslason og varamenn eru þær Þóra Rósa Geirsdóttir og Ólöf Björg Steinþórsdóttir.

Félagið hefur sótt um aðild að NoRME - Norrænum samtökum félaga um stærðfræðimenntun á Norðurlöndum en aðalfundur þess félags verður haldinn föstudaginn 13. maí kl. 16:15 í HÍ v/Stakkahlíð í tengslum við NORME 11