Menntun

2001 Doktorspróf (Ph.D.) í málvísindum frá Cornell-háskóla í Íþöku í New York.
Rannsóknir mínar til doktorsprófs voru á sviði germanskrar samanburðarmálfræði og beindust að virkni Vernerslögmáls í gotnesku. Þar leitaðist ég við að skýra ýmis frávik frá virkni þess þar miðað við heimildir okkar um Vernerslögmál í öðrum forngermönskum málum. Doktorsritgerðin nefnist Verner’s Law in Gothic. Leiðbeinandi minn við þessar rannsóknir var Jay Jasanoff, prófessor við Harvard-háskóla. Í doktorsnefnd sátu einnig Alan Nussbaum og Wayne Harbert, báðir prófessorar við Cornell-háskóla.
1998 MA-próf í málvísindum frá Cornell-háskóla.
Í framhaldsnámi mínu í málvísindum lagði ég megináherslu á indóevrópska og germanska samanburðarmálfræði og aðalgreinar mínar til MA-prófs voru, auk kjarna í almennum málvísindum, forngermönsk mál, vedísk sanskrít og fornslafneska.
1995 MA-próf í íslenskri málfræði frá Háskóla Íslands.
Meistaranám mitt við Háskóla Íslands var í stórum dráttum tvíþætt: Annars vegar lagði ég stund á germanska samanburðarmálfræði og hins vegar íslenska málsögu og handritafræði. Meistaraprófsritgerð mín, Málblöndun í sautjándu aldar uppskriftum íslenskra miðaldahandrita (útg. 1999 í ritröðinni Málfræðirannsóknir hjá Málvísindastofnun Háskóla Íslands), er sameinar báða þætti síðarnefnda sviðsins, var unnin undir handleiðslu Stefáns Karlssonar prófessors, forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar.
1991 BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands.
Ég tók íslensku til 90 eininga og lagði megináherslu á málfræði, einkum sögulega, og sótti auk þess námskeið í almennum málvísindum. Lokaritgerð mín, Beygingarkerfi nafnorða í Reykjahólabók með hliðsjón af Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar og Guðbrandsbiblíu, fjallar um beygingarkerfi nafnorða í Sth. perg. fol. nr. 3 (Reykjahólabók, c1530–1540) og var unnin undir stjórn Helga Guðmundssonar dósents.
1988 Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri.