Endurritarinn Snorri

Jón Karl Helgason, 15/05/2016

snorroMálstofa um höfundarverk Snorra Sturlusonar og viðtökur verka hans verður í Reykholti annan dag hvítasunnu, mánudaginn 16. maí, kl. 10-16. Málstofan, sem er öllum opin, er samstarfsverkefni Snorrastofu og rannsóknarverkefnis Cultivation of National and Intra-National Heroes sem við Simon Halink höfum verið að vinna að í vetur. Simon, Bergur Þorgeirrson og Tim Machan munu ræða um viðtökur verka Snorra á ráðstefnunni. Aðrir fyrirlesarar eru, auk mín, þau Brynja Þorgeirsdóttir, Guðrún Nordal, Torfi Tulinius og Óskar Guðmundsson. Öll munum við beina sjónum að rithöfundinum Snorra eða einkennum meintra verka hans. Í mínum fyrirlestri hyggst ég ræða um Snorra sem endurritara.