Sjónhverfingar í Gerðubergi

Jón Karl Helgason, 18/10/2016

sjon-217x217Sjónhverfingar er titill á ritþingi um Sjón sem haldið verður í Gerðubergi núna á laugardaginn, 22. október, frá kl. 14.00 til 16.30. Stjórnandi er Gunnþórunn Guðmundsdóttir en við Guðni Elísson erum í hlutverki spyrla. Tónlist flytur Ásgerður Júníusdóttir, mezzosópran og Tinna Þorsteinsdóttir leikur með á píanó. Ætlunin er að fara vítt og breitt yfir feril skáldsins og spyrja hann meðal annars um nýútkomna skáldsögu, Ég er sofandi hurð, sem bindur lokahnútinn á þríleikinn sem hófst sem skáldsögunni Augu þín sáu mig árið 1999. Heildarverkið hefur hlotið titilinn Codex og á lokabindið vafalítið eftir að vekja mikla athygli.