Echoes of Valhalla komin út

Jón Karl Helgason, 22/03/2017

Út er komin bók mín, Echoes of Valhalla. The Afterlife of the Eddas and Sagas. Eins og titillinn gefur til kynna er fjallað hér um framhaldslíf íslenskra miðaldabókmennta en sjónum er einkum beint að teiknimyndasögum, kvikmyndum, ferðabókum, leikritum og tónlist. Meðal þeirra listamanna sem við sögu koma eru teiknararnir Jack Kirby og Peter Madsen, leikskáldin Henrik Ibsen and Gordon Bottomley, ferðabókahöfundarnir Frederick Metcalfe og Poul Vad, tónskáldin Richard Wagner og Edward Elgar, rokkararnir Jimmy Page og Robert Plant og kvikmyndaleikstjórarnir Roy William Neill og Richard Fleischer. Þá er einn kafli bókarinnar helgaður endurritaranum Snorra Sturlusyni. Útgefandi Echoes of Valhalla er breska bókaforlagið Reaktion Books en bókinni er dreift í Bandaríkjunum í gegnum University of Chicago Press. Þess má geta að nýlega rataði bókin inn á tíu bóka lista breska dagblaðsins Guardian "Top 10 books about the Vikings". Á þessu misseri held ég fáeina fyrirlestra um efni bókarinnar í Danmörku og Bretlandi. Sá næsti verður við Árnastofnun í Kaupmannahöfn 6. apríl og ber titilinn "Poul Vad, Hrafnkatla and Páll Gíslason."