Fyrirlestrahald í Leeds, London og Cambridge

Jón Karl Helgason, 22/04/2017

Síðustu vikuna í apríl held ég þrjá fyrirlestra við breska háskóla sem tengjast útgáfu Echoes of Valhalla: The Afterlife of Eddas and Sagas, sem bókaforlagið Reaktion Books sendi frá sér um miðjan marsmánuð. Fyrsta fyrirlesturinn flyt ég við University of Leeds þriðjudaginn 25. apríl kl. 17.30 og ber hann titilinn "Brothers in Arms? Snorri Sturluson and Stan Lee as Rewriters of Nordic Myth." Fimmtudaginn 27. apríl flyt ég annan fyrirlestur við University College í London kl. 17.30 og ber hann titilinn "Ibsen's Hiördis, Bottomley's Hallgerd, Shakespeare's Lady Macbeth". Þriðja og síðasta fyrirlesturinn flyt ég við Department of Anglo-Saxon, Norse and Celtic í Cambridge-háskóla 28. apríl kl. 17.00 en hann ber titilinn "Echoes of Valhalla in Viking Metal: The influences of Snorri Sturluson and Led Zeppelin."