Bókmenntir og lög

Jón Karl Helgason, 24/06/2018

Við Lára Magnúsardóttir lögðumst á árarnar með aðalritstjóra Ritsins, Rannveigu Sverrisdóttir, og ritstýrðum sérhefti um tengsl bókmennta og laga. Þetta fyrsta hefti ársins 2018 er í rafrænum aðgangi en í því er meðal annars að finna greinar eftir Láru, Gunnar Karlsson, Einar Kára Jóhannsson, Guðrúnu Baldvinsdóttur og Sólveigu Ástu Sigurðardóttur. Þá er birt íslensk þýðing á nýlegri grein eftir bandaríska lögfræðinginn og sagnfræðinginn William Miller og önnur grein er eftir tvo danska fræðimenn, bókmenntafræðinginn Karen-Margrethe Simonsen og lögfræðinginn Ditlev Tamm.