Ragnar loðbrók, Eiríkur rauði og Leifur heppni

Jón Karl Helgason, 07/07/2018

"Re-membering Ragnar, Erik & Leif: Notes on audio-visual adaptations of the Eddas and Sagas" er titill á sérstökum fyrirlestri sem ég flyt á ráðstefnu IASS-samtakanna í Kaupmannahöfn 8. ágúst næstkomandi. Þar ræði ég um viðtökur norrænna fornbókmenna í "fjöldamenningu" með hliðsjón af minnisfræðum. Á liðnum árum hafa kenningar Assmann-hjónanna um menningarlegt minni verðið þróaðar til að fjalla um listgreinar á borð við kvikmyndir og teiknimyndasögur. Spurningin er hvort þær eigi við þegar um er að ræða menningarafurðir sem hljóta dreifingu um allan heiminn.