Snorra-Edda í evrópsku samhengi

Mæli með þessu námskeiði í haust!

"Þótt Snorra-Edda sé ein mikilvægasta heimild sem varðveist hefur um norræna goðafræði ber hún að auki vott um áhrif lærðrar umræðu frá Mið-Evrópu. Í námskeiðinu verður sérstaklega litið á áhrif guðfræði á Gylfaginningu og svonefndan formála (Prologus), en að auki verður farið í nokkra kafla í Ynglinga sögu sem tengjast efni Gylfaginningar sérstaklega. Þá verður fjallað um Skáldskaparmál í ljósi evrópskrar skáldskaparlistar allt frá fornöld. Lesnir verða valdir textar frá miðöldum, en einnig fræðileg rit um helstu álitamál sem tengjast þessum textum."