Steinunn Helga

Steinunn Helga Lárusdóttir
Prófessor í stjórnun menntastofnana

Menntavísindasvið Háskóla Íslands
shl@hi.is
Stakkahlíð, 105 Reykjavík
s.525-5574

Ég hef stundað stunda rannsóknir á  menntastjórnun (e. educational administration) í 25 ár með sérstakri áherslu á gildi (e.values) og kyngervi (e. gender), tengslum þessara vídda við stjórnun og forystu og áhrif á stjórnunarhætti í grunnskólum.

Ég var í stjórn tveggja rannsóknarstofa, Rannsóknarstofu í menntastjórnun, nýsköpun og mati á skólastarfi (e. Center for Research in Educational Leadership and Program Evaluation) og Rannsóknarstofu um jafnrétti, kyngervi og menntun (e. Center for Research on Equality, Gender and Education). Með félögum mínum í þessum rannsóknarstofum hef ég stundað rannsóknir síðustu árin.

Árin 2008-2012 gegndi ég formennsku í FUM, Félagi um menntarannsóknir.  Í byrjun árs 2012 voru félagsmenn 379, 325 einstaklingar og 54 stofnanir. Tvær ráðstefnur voru haldnar á vegum FUM á þessu tímabili og í bæði skiptin fengnir erlendir fyrirlesarar til að halda lykilerindi ásamt íslenskum fræðimönnum. FUM gefur út Tímarit um menntarannsóknir, TUM, einu sinni á ári í samivnnu við Háskólaútgáfuna.

Ég hef tekið þátt í starfi ENIRDELM samtakanna, European Network for Improving Research and Development in Educational Leadership and Management í 15 ár, Samtökin helga helga sig rannsóknum og þróunarstarfi á sviði menntastjórnunar og halda ráðstefnu á hverju ári. Ég var formaður samtakanna árið 2011, á 20 ára afmælisári þeirra og skipulagði ráðstefnu á Íslandi 22.-24. september ásamt félögum mínum Berki Hansen og Ólafi H. Jóhannssyni. Heiti ráðstefnunnar var: Education and Practice of School Leaders: The Ethical Dimension

Helstu viðfangsefni mín í kennslu hafa verið stjórnun og forysta, persónuleg gildi og  kynjavíddin í stjórnun.