Um Svölu

Ég heiti Svala Guðmundsdóttir og er prófessor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Meðal þeirra áfanga sem ég hef kennt má nefna mannauðsstjórnun og breytingastjórnun í grunnnámi, meistaranámi og MBA námi skólans.

Ég hef sjálf starfað sem útsendur starfsmaður í sjö ár og auk þess verið maki útsends starfsmanns í önnur sjö ár og þekki því af eigin reynslu þær ólíku kröfur sem gerðar eru til slíkra starfsmanna. Þá hef ég framkvæmt fjölmargar rannsóknir, meðal annars á norrænum útsendum starfsmönnum, íslenskri þjóðmenningu, menningargreind og mökum útsendra starfsmanna.

Þá var ég starfandi stjórnarformaður Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 2018-2021, varaforseti Viðskiptafræðideildar- 2018-2020 og sat í stjórn Listdansskóla Íslands 2017-2019.

Við kennslu hef ég haft að leiðarljósi kenningar um jákvæða hvatningu (positive reinforcement theory) ásamt kenningum um vitræna þekkingu (cognitive theory).  Ég tel að með samþættingu þessara kenninga aukist líkurnar á því að nemendur finni til innri hvatningar sem muni leiða til frekari forvitni og eftirgrennslan varðandi námsefnið.  Ég tel að mikilvægt sé að koma til móts við mismunandi lærdómsaðferðir nemenda og legg ég sérstaka áherslu á fjölbreytta kennsluhætti.  Hef ég gjarnan haft orð gríska heimspekingsins Nikos Kazantazakis að leiðarljósi en þau eru á þessa leið:

„Ideal teachers are those who use themselves as bridges over which they invite their students to cross, then having facilitated their crossing, joyfully collapse, encouraging them to create bridges of their own“.

 

Námsferill

Capella University (2006 - 2011).

PhD Organization and Management, Human Resource Management.

Harvard University (2008-2009).

Organization Change Management.

University of Surrey (2003-2004).

Ms.c. Human Resource Management.

University of Reykjavík (1999-2002).

B.s. in Business Administration.