Um mig

Ásgeir Brynjar Torfason er lektor við Háskóla Íslands og kennir fjármál, greiningu ársreikninga og reikningsskil. Hann lauk doktorsprófi frá Gautaborgarháskóla vorið 2014 og fjallaði ritgerðin um sjóðstreymi í bönkum en rannsóknin byggði á samþættingu fjármála, peningahagfræði og reikningshalds. Áður hefur Ásgeir bæði rannsakað og starfað við fjárfestingar í fasteignum, en hann var svæðistjóri Norðurlandanna fyrir alþjóðlega fasteignasjóðinn Prologis sem skráður er á hlutabréfamarkaði New York og Amsterdam. Fyrir þann tíma var hann skrifstofustjóri rekstrar- og framkvæmdasvið Háskóla Íslands, framkvæmdastjóri Vísindagarða Háskóla Íslands og vann í tengslum við álvers- og virkjanaframkvæmdir. Ásgeir hefur einnig MBA próf frá Norwegian Business School BI í Ósló, og BA próf í heimspeki og hagfræði frá Háskóla Íslands 1999.