(English) Bækurnar á borðinu

Bókin The Labour of Leisure (afþreyingarvinnuafl) eftir Chris Rojek er gagnrýninn á afþreyingariðnaðinn. Ég keypti hana vegna þess að ég hélt ég gæti nýtt eitthvað úr henni í fræðilega nálgun á vinnuafli í ferðaþjónustu, en hún er mun miðaðri að þrengri vettvangi afþreyingar, tónlistariðnaðinum, spilavítum, vændi og allt hvað eina sem nöfnum má nefna. Ég hefði viljað sjá umfjöllun um þann vinkil ferðamennskunnar sem hægt er að gefa nafnið upplifananeysla og hefur verið bent upp á tilurð og framrás upplifanahagkerfisins sem tröllríður öllu á APP tímum - en hún gerir ekki mikið úr þessu en er samt áhugaverð lesning. Zygmunt Bauman er hrifin af henni og í hann er vísað á baksíðu bókarinnar en þar segir hann Chris Rojek vera fullan fróðleiks, taka kerfisbundið á málum og á áleitinn hátt. Þar með kenni hann okkur að hvað frelsi merki í raun, hversu erfitt sé í raun að praktísera list frelsisins en hann gefi okkur vísbendingar um hvað haldi aftur af okkur til að praktísera frelsi eins og við getum.

______________________________________________________________________________________________________________________________________________________________

Ég er nýbúin að lesa bókina landið og kortið og mæli með henni.image