meira af The rise of the creative class

Edda Kjartansdóttir, May 1, 2008

sé að ég og Akio Morita stofnandi og fyrrverandi forstjóri Sony  erum sammála um að  fyrirtæki/stofnun þar sem aðeins stjórnendum er ætlað að hugsa þróast ekki áfram.  Allir verða að leggja sitt af mörkum og það dugar ekki að þeir lægra settu vinni bara störf sín með höndunum einum saman.  Hjá Sony var þess krafist að allir starfsmenn legðu vitsmuni sína líka í starfið. (Rise of the creative class. bls. 53). Ég er sammála því að aðeins þannig verður vinnustaður að skapandi vinnustað.  Það þarf að huga að þessu í skólum eins og margir hafa bent á og er mér mjög hugleikið, því mér finnst tilhneigingin of oft vera sú að líta þannig á að kennarar séu bara handverksmenn en ekki hugsuðir.  Ef við viljum skapandi skóla þá verða kennarar að vera hugsuðir! Ef kennurum er ekki treyst til að vera hugsuðir fara þeir smátt og smátt aðeins að geta unnið eftir forskrift annarra, þeir þjálfa ekki hugann og á endanum slokknar nánast á honum.