Ferilskrá

Stutt æviágrip

Ég er fædd í Vín í Austurríki 9. mars 1958 en flutti til Íslands á fyrsta ári. Ég ólst upp í Reykjavík og er elst 5 systra. Bjó fyrst á Freyjugötu 17 og síðan í Álfheimum 68 og gekk í hverfiskóla á veturna. Á sumrin var ég barnfóstra og eldhússtúlka í sveit, vann á veitingastað, biskupsstofu, bæjarvinnunni, var flokkstjóri í unglingavinnunni og vann í Seðlabanka Íslands 9 sumur.

Eftir stúdentspróf fór ég út á land í eitt ár með elsta son minn og sá um heimili í Hvallátrum á Breiðafirði. Síðan hóf ég nám í Háskóla Íslands í almennri bókmenntafræði og listasögu en flutti mig svo yfir í KHÍ og lauk B.ed. prófi þaðan með textílmennt sem valgrein.

Í febrúar 1987 hóf ég störf í Vesturbæjarskóla og sinnti þar, umsjónarkennslu, stjórnun, tölvuumsjón, textíl- og tölvukennslu. Ég fór í námsleyfi haustið 2005. Sumarið 2006 hóf ég störf sem verkefnastjóri hjá Símenntunarstofnun KHÍ sem 2008 var Símenntun Rannsóknir Ráðgjöf Mvs HÍ. Í júní 2010 varð ég forstöðumaður sömu stofnunar.

Ég stundaði formlegt framhaldsnám með fullu starfi árin 1999-2006. Hóf síðan nám á ný 2008 og lauk M.Ed prófi haustið 2010. Auk þess hef ég sótt fjölda námskeiða og ráðstefna.

Ég hef verið gift Sigurjóni Gunnarssyni síðan 1986 og á þrjá syni fædda 1974, 1986 og 1988. Ég á einnig 3 sonarsyni fædda 2001 (d. 2002), 2006 og 2009.

Menntun

2008- 2010 Menntavísindasvið HÍ Reykjavík

40 ECTS einingar í aðferðafræði og meistaraverkefni í Náms- og kennslufræði; útskrift í október 2010. Starfendarannsókn um stöðu kennara.

2004-2006 Kennaraháskóli Íslands Reykjavík

60 ECTS einingar í Stjórnun menntastofnanna í júní 2006 frá framhaldsdeild KHÍ.

2001-2003 Háskólinn í Kalmar Svíþjóð

60 ECTS einingar í IT-pedagogik. Í því námi fólst m.a. verkefnastjórnun, hönnun vefumhverfis til fjarnáms og framsetning efnis á internetinu.

1999-2000 Kennaraháskóli Íslands Reykjavík

30 ECTS einingar í tölvu- og upplýsingamennt

1983-1986 Kennaraháskóli Íslands Reykjavík

Lauk B.ed gráðu 1987 með textílmennt sem valgrein

1980-1983 Háskóli Íslands Reykjavík

Lauk 65 e í almennri bókmenntafræði og listasögu

Reynsla

2017- Starfsþróunarstjóri MVS HÍ

2016-2017 Aðstoðarskólastjóri Vatnsendaskóla (afleysing-launalaust leyfi frá HÍ)

2015- Starfsþróunarstjóri MVS HÍ

2010- 2015 SRR símenntun rannsóknir ráðgjöf MVS HÍ Forstöðumaður

2006-2010 SRR símenntun rannsóknir ráðgjöf MVS HÍ Verkefnastjóri.

Í starfinu fólst m.a. að halda utan um stórt tölvunámskeið, Tölvutök, sem Reykjavíkurborg bauð grunnskólakennurum í borginni að sækja. Einnig kom ég að úttektum, skipulagi námskeiða, stefnumótun stofnunarinnar, kynningarmálum, umsjón með heimasíðu, gerð fræðslustefnu fyrir félagasamsamtök og ráðgjöf við skóla vegna úttekta.

2005-2006

Námsleyfi. Stundaði nám í stjórnun menntastofnana við KHÍ.

1987-2005 Vesturbæjarskóli í Reykjavík

2003-2005. Deildarstjóri almennrar kennslu og tölvu- og upplýsingamála

2001-2003 Deildarstjóri tölvu- og upplýsingamála.

2000-2005 Tölvuumsjónarmaður skólans

2000-2002 Kenndi á tölvur í 1.-7. bekk.

1992-1999 Textílmenntarkennsla í 4.-7. bekk.

1987-1999 Umsjónarkennsla 1.-4. bekk

Eftirfarandi störfum sinnti ég sem deildarstjóri í Vesturbæjarskóla:

Umsjón með:

Vinnu við skólanámskrá, sjálfsmati skólans, starfsmannahandbók, upplýsingariti um skólann, gerð bæklings fyrir nýliða, símenntunaráætlun starfsfólks, fréttabréfi starfsfólks, fréttabréfi til foreldra, heimasíðu Vesturbæjarskóla, skipulagi funda og stjórnaði mörgum þeirra, samskipta- og agamál og innleiðingu á vinnu við þróunarverkefnið Vildarvog Vesturbæjarskóla.

Kom að skipulagi og þróun á:

starfsáætlun skólans, skipulagi á vinnu kennara sem unnin var undir verkstjórn skólastjóra, skóladagatali, námsmati skólans, kennsluáætlunum, starfsmannasamtölum og tók hluta þeirra og móttöku kennaranema.

Trúnaðarstörf

Sat í félagsmálaráði Seltjarnarness 2002 - 2009 og kom að vinnu við enduskoðun á jafnréttisáætlun bæjarins og sat í vinnuhópi sem samdi fjölskyldustefnu fyrir Seltjarnarnesbæ.

Sat í stjórn Bæjarmálafélags Seltjarnarness 2003-2005

Sat í foreldraráði Valhúsaskóla 2000-2002

Ég sat í vinnuhópi hjá Menntamálaráðuneytinu 1997-1998 við að endurskoða Aðalnámsskrá grunnskóla sem fulltrúi félags móðurmálskennara og vann við að skrifa aðalnámskrá í íslensku sem gilti fyrir yngsta- og miðstig grunnskólans til ársins 2009.

Sat í kennararáði í mörg ár

Sat í stúdentaráði H.Í. í tvö ár

Þróunarstarf sem ég hef stýrt

Vinna við innleiðingu aðalnámskrár í Ísaksskóla  skólaárin 2014-2015 og 2015-2016

Samþætting list- og verkgreina við aðrar námsgreinar með kennurum í Kópavogsskóla

Vildarvog Vesturbæjarskóla. Kynnti það verkefni á málþingi í KHÍ haustið 2004 og í Skólavörðunni 2004; 4 (9): s. 22 .

Lífsleiknivefur. Kynnti þann vef í RUV 14.2. 2006.

Þróun textílmenntakennslu í Vesturbæjarskóla ásamt Ragnheiði Hermannsdóttur. Kynnti það verkefni á málþingi í KHÍ haustið 1999

Þróun námsmats Vesturbæjarskóla ásamt Ragnheiði Hermannsdóttur.

Þróunarstarf sem ég hef tekið þátt í

Olweusarverkefnið, átak gegn einelti.

Innleiðing kenninga Mariu Montessori í stærðfræðikennslu í Vesturbæjarskóla

Starfsleikninám kennara Vesturbæjarskóla

Námskeið og fyrirlestrar sem ég hef haldið

Námskeið um leiðtogann í skólastofunni fyrir skólaskrifstofu Fljótsdalshéraðs  ásamt Eiríksínu Kr. Ásgrímsdóttir 15. ágúst 2011

Námskeið um umsjónarkennarann ásamt Haraldi Finnsyni  fyrir Menntasvið Reykjavíkur 11. ágúst 2011

Fyrirlestur í St. John University í York  á Englandi á ráðstefnunni Value and Virtue in Practice-Based Research 1.-2. júní 2011. Kynning á  meistararitgerð minni.

Fyrirlestur í Ritveri Menntavísindasviðs  um skapandi hugsun í fræðilegum skrifum 8. nóvember 2010

Fyrirlestur á Menntakviku um valdeflingu og starfendarannsóknir 22. október 2010

Fyrirlestur um Sjálfstyrkingu og styrkingu í starfi í Kópavogsskóla 18. ágúst 2010 ásamt Höllu Jónsdóttur

Námskeið um störf umsjónarkennarans fyrir grunnskólakennara í Ísafjarðarbæ 17. ágúst 2010.

Námskeið um teymisvinnu fyrir starfsfólk Ábæjarskóli 13. ágúst 2010

Námskeið um samskipti fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum Reykjavíkur á vegum Menntasviðs Reykjavíkur í apríl 2010

Fyrirlestur um Sjálfstyrkingu og styrkingu í starfi í Landakotsskóla 20. janúar 2010 ásamt Höllu Jónsdóttur

Fyrirlestur um Sjálfstyrkingu og styrkingu í starfi í Vogaskóla 19. janúar 2010 ásamt Höllu Jónsdóttur

Námskeið um samskipti fyrir skólaliða og stuðningsfulltrúa í Hagaskóla í nóvember 2009

Námskeið um samskipti fyrir skólaliða á vegum Menntasviðs Reykjavíkur í október 2009

Námskeið um umsjónarkennarann ásamt Haraldi Finnsyni fyrir umsjónarkennara í Árbæjarskóla 19. ágúst 2009

Námskeið um umsjónarkennarann ásamt Haraldi Finnsyni fyrir Menntasvið Reykjavíkur 13. ágúst 2009

Fyrirlestur um Sjálfstyrkingu og styrkingu í starfi í Akurskóla 11. maí 2009

Fyrirlestur um Sjálfstyrkingu og styrkingu í starfi ásamt Höllu Jónsdóttir í leikskólanum Sunnuhvol 21. apríl 2009

Fyrirlestur um Sjálfstyrkingu og styrkingu í starfi ásamt Höllu Jónsdóttir í Kársnesskóla 15. apríl 2009

Námskeið um leiðtogann í teymisvinnu á vegum Menntasviðs Reykjavíkur fyrir deildastjóra í Reykjavík 11.1. 2008 ásamt Eiríksinu Kr, Ásgrímsdóttur.

Námskeið um Umsjónarkennarann – samskipti og bekkjarstjórnun fyrir Brekkubæjarskóla á Akranesi á vegum SRR Kennaraháskóla Íslands 16. og 17. 8 2007 ásamt Ásdísi Hrefnu Haraldsdóttur.

Námskeið um leiðtogann í skólastofunni fyrir fræðslumiðstöð Vestfjarða á vegum SRR Kennaraháskóla Íslands 9.8. 2007 ásamt Eiríksínu Kr. Ásgrímsdóttir

Námskeið um Umsjónarkennarann – samskipti og bekkjarstjórnun fyrir skólaskriftstofu Suðurlands á vegum SRR Kennaraháskóla Íslands 14.6.-15.6. 2007 ásamt Ásdísi Hrefnu Haraldsdóttur.

Námskeið um leiðtogann í skólastofunni á vegum SRR Kennaraháskóla Íslands 11.6. 2007 ásamt Eiríksínu Kr. Ásgrímsdóttir.

Námskeið um samskipti fyrir starfsfólk í mötuneytum nokkurra skóla í febrúar 2007 á vegum SRR Kennaraháskóla Íslands fyrir Sláturfélag Suðurlands.

Námskeið fyrir verðandi handleiðara í Tölvutökum haust 2006

Vefsíður

Ég hef unnið 4 kennsluvefi, um risaeðlur, sólkerfið, hvali og lífsleikni og kom að hugmyndavinnu við þann fimmta, hvalavef RUV.

Sjá: http://simnet.is/ek/vefir.htm

Einnig hannaði ég vef og vann efni hans með öðrum um hlutverk, ábyrgð og vinnubrögð umsjónarkennara. Kynnti þann vef á veggspjaldi á málþingi rannsóknarstofnunar KHÍ í október 2006.

Sjá: http://simnet.is/ek/umsjonarkennarinn

Viðurkenningar

Hlaut þróunarstyrk með Vildarvogarhópi Vesturbæjarskóla til að þróa áfram vinnu við innleiðingu á Vildarvog Vesturbæjarskóla. Það verkefni hefur tvisvar verið tilnefnt til hvatningaverðlauna þáverandi Fræðsluráðs Reykjavíkur. Stýrði þeirri vinnu á árunum 2001-2005.

Hlaut þróunarstyrk til að hanna lífsleiknivef, sjá: http://simnet.is/ek/lifsleikni

Hlaut þróunarstyrk til að þróa textílmenntakennslu í Vesturbæjarskóla ásamt Ragnheiði Hermannsdóttur

Ritaskrá

Ráðstefnurit Menntakviku 2010 grein um valdeflingu og starfendarannsóknir. http://netla.khi.is/menntakvika2010/alm/007.pdf

Aðalnámskrá Grunnskóla. Íslenska. 1996-1999. Sat í forvinnuhópi og vinnuhópi við að skrifa íslenskuhluta námskrárinnar.

Sat í ritstjórn fréttabréfs Bæjarmálafélags Seltjarnarness 2004.

Handmennt, rit handavinnukennarafélag Íslands og félags íslenskra smíðakennara. 1998. Vélsaumur í 5.-7. bekk. ásamt Ragnheiði Hermannsdóttur.

Konur um skáld. 2003 ; http://kistan.is/efni.asp?n=1715&f=12&u=71. (linkur ekki virkur lengur). Grein um bók Brendu Ueland, If you want to write.

Netla. 2006. Agi og bekkjarstjórnun Hugmyndir tveggja heima takast á.

http://netla.khi.is/greinar/2006/002/index.htm Birt 18.mars. 2006.

Ritstýrði útgáfu skólanámskrá Vesturbæjarskóla 1998-2004

Ritstýrði útgáfu á upplýsingariti um Vesturbæjarskóla.

Ritstýrði vikulegu fréttabréfi starfsfólks Vesturbæjarskóla. 2001-2005.

Ritstýrði mánaðarlegu fréttabréfi Vesturbæjarskóla til foreldra. 2002-2005.

Ritstýrði útgáfu á handbók fyrir starfsfólk Vesturbæjarskóla. 2001-2002.

Ritstýrði heimasíðu Vesturbæjarskóla 2001-2005.

Skíma: málgagn móðurmálskennara. 1990; 13 (1): s. 24-26 ; Dagbók sem kennslutæki ásamt Guðrúnu Þórðardóttur og Ragnheiði Hermannsdóttur.

Skólavarðan málgagn Kennarasambands Íslands. 2004; 4 (9): s. 22 ;

Góð gildi leiðarljós í skólastarfi: þróunarverkefnið Vildarvog í Vesturbæjarskóla.

Skólavarðan: málgagn Kennarasambands Íslands. 2007; 4 :s 10; Leiksoppinn af snaganum, leiðtogann sýnilegan.

Vera. 1996; 15 (6): s. 42 ; Ritdómur um bókina Gauti vinur minn.

Vera. 1996; 15 (6): s. 41-42 ; Ritdómur um bókina Himininn litar hafið blátt.

Önnur réttindi sem ég hef

Ég hef réttindi til að halda námskeið í uppeldi. Námskeiðin kallast ”Að alast upp aftur.”

Ég hef réttindi til að halda Framtíðarsmiðju sem er aðferð til lýðræðislegra vinnubragða við stefnumótun.

Annað

Aðstoðaði við fyrirlögn á spurningalistum vegna rannsóknarinnar Þekking barna á ofbeldi á heimilum sem Guðrún Kristinsdóttir, prófessor í KHÍ stýrði ásamt fleirum á vor- og haustönn 2006.

Ég vann við söfnun og skráningu gagna vegna alþjóðlegrar rannsóknar á þróun talmáls og ritmáls frá 10 ára aldri til fullorðinsára. Hrafnhildur Ragnarsdóttir, prófessor við KHÍ stýrði íslenska hluta rannsóknarinnar, á vorönn 1999.