Posts tagged: framtíðin

nýr fyrirlestur Ken Robinson

Edda Kjartansdóttir, May 31, 2010

hann kallar eftir byltingu í menntun og vitnar m.a. í Yates: "á hverjum degi göngum við á draumum barna og því skulum við stíga varlega til jarðar."

framtíðartækni

Edda Kjartansdóttir, May 19, 2009

 Framtíðartækni

framtíðarsýn nemenda

Edda Kjartansdóttir, April 8, 2009

[kml_flashembed movie="http://www.youtube.com/v/dGCJ46vyR9o" width="425" height="350" wmode="transparent" /]

þetta myndbandvakti þessi viðbrögð hjá mér:

Þetta sýnir  vel hvernig nemendur lifa í allt öðrum veruleika en þeim við þessi eldri þekkjum og viljum oft halda þeim í. Við eigum að gera miklu meira af því að kynna okkur þann heim sem nemendur lifa í og hlusta á það sem þeir hafa til málanna að leggja, til að geta brúað bilið þarna á milli. Það er ekki nóg fyrir kennara að þekkja fortíðina vel og geta miðlað henni við verðum líka að þekkja markhópinn svo öll okkar kennsla fari ekki bara forgörðum. Þó kennarar  telji oft mikilvægt að vera einhverskonar brú milli fortíðar og framtíðar þá er sú brú ansi ótraust ef þeir  horfast ekki í augu við nútíðina.
Ef það er  rétt skilið hjá mér að þessari vinnu verði framhaldið og að lokum komi fram hugmyndir nemenda um  framtíðarsýn sína sem gætu nýst við skipulag náms og kennslu verður erfitt að samræma öll sjónarmið. Hver á að ákveða hverju má  sleppa af því gamla  og hverju er nauðsynlegt að breyta. Um það finnst mér deilan um skólaþróun oft snúast og því er oft reynt að halda öllu því gamla inni um leið og nýjungum er bætt við og því er tilfinning margra sú að allt sé ansi yfirþyrmandi og ekki tími til að gera neitt vel.
Þetta snýst að hluta til um hugrekki og vilja til að stíga út úr kæfandi viðjum vanans. Þora að taka róttæk skref sem kannski eru umdeild og jafnvel ekki endilega þau einu réttu!