Posts tagged: pólitík

missti af fyrirlestri Nawal el Saadawi

Edda Kjartansdóttir, September 10, 2011

en sem betur fer skrifaði Gunnar Hersveinn um upplifun sína af fyrirlestri hennar .

bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi

Edda Kjartansdóttir, February 17, 2008

telur tímabært að hækka laun kennara, menntamálaráðherra hefur líka talað um það og fleiri ráðamenn, en um leið er uppstokkun líka nefnd og mikilvægi breytinga. Mikið vildi ég að eitthvað væri að marka þessi orð og þau breyttust í eitthvað annað en orðin tóm...

Mikilvægi menntunar er oft nefnd á tyllidögum, en í umræðum á Alþingi er kennsla sett undir kategorínu umönnunarstéttir, eitthvað truflar það mig.  Þó ég hafi lengi talið að uppeldi sé óumflýjanlegur hluti af starfi kennarans þá finnst mér þessi flokkun alþingismanna lýsa viðhorfi til skólastarfs sem mér hugnast ekki.  Þeir sem annast kennslu eru vissulega að sinna nemendum, eiga að  koma til móts við þarfir þeirra og eru því að annast þá. En starf kennara er fjölbreyttara en svo að það feli einvörðungu í sér umönnun.  Kannski hefur einhver umræða um nýja notkun orðsins umönnunarstéttir farið fram hjá mér og það eigi núna við um alla þá sem annast um eitthvað í starfi sínu. Ef kennarar falla undir  flokkinn umönnunarstéttir  má segja að læknar, lögregluþjónar, bændur, bankamenn og ræstitæknar svo dæmi séu tekin geri það líka. Þessar stéttir hafa það að atvinnu að annast um mikilvægar þarfir fólks, heilsu, öryggi, fæðu, fjármál og hreinlæti.

Minn skilningur á orðinu umönnunarstéttir hefur hingað til verið  sá að  um sé að ræða starfstéttir sem  annast aldraða og sjúka fyrst og fremst eins og t.d. sjúkraliðar.  Hvaða stétt ætli alþingismennirnir  hafi verið að meina sem þeim finnst mikilvægt að hækka launin hjá?