Laun kennara og sómi þjóðar

Eggert Lárusson, 20/05/2010

„Kennarinn á það fá þau laun, sem hann þarf til  framfærslu sjer og sínum. Það er rjettmæt krafa frá hans hálfu. Það er skylda þjóðfjelagsins, að sjá um að kennarinn þurfi ekki sífellt að vera að biðja um launauppbætur. Og  það á að sjá um að hann þurfi ekki að fá sjer annað starf, til þess að geta lifað. Sjái þjóðfélagið sóma sinn, mun kennarinn lifa hamingjusömu lífi. Þá skilur hann gildi starfs síns. En sá einn, sem ánægður er, getur kent vel og verið óháður í hugsun.“

Bls. 67 í Leiðsögn. Uppeldi og Skólalíf. Eftir J. Krishnamurti. Þýðandi Hallgrímur Jónsson [kennari]. Reykjavík. Prentsmiðjan Acta. 1925.

Hvernig á að verða nýtur maður?

Eggert Lárusson, 17/05/2010

Eins og sést af nokkrum þeirra pistla sem ég hef sett hér inn hef ég verið að glugga í það sem sagt hefur um menntun og kennslu fyrr á tímum. Fyrir þessu grúski eru ýmsar ástæður sem verða ekki tíundar hér að sinni.

Pistil dagsins á Þorvaldur Thoroddsen. Þorvaldur hóf kennslu við Möðruvallaskóla árið 1880 þegar skólinn var stofnaður og starfaði þar til 1884. 1881 eftir ferðaðist hann um Svíþjóð til að kynna sér skóla þar í landi. „Um skóla í Svíþjóð" heitir greinin í Andvara (bls. 90-122) sem hann skrifaði um þessa för. Þetta er skýrsla um skólahald þar í landi, fjölda skóla eftir tegundum, fjölda nemenda og kennara og svo framvegis, ákaflega fróðleg grein. Í inngangi fjallar hann almennt um skólamál og hefur þetta að segja (upphafleg stafsetning og greinarmerkjasetning):Eins og sést af nokkrum þeirra pistla sem ég hef sett hér inn hef ég verið að glugga í það sem sagt hefur um menntun og kennslu fyrr á tímum. Fyrir þessu grúski eru ýmsar ástæður sem verða ekki tíundar hér að sinni.

Pistil dagsins á Þorvaldur Thoroddsen. Þorvaldur hóf kennslu við Möðruvallaskóla árið 1880 þegar skólinn var stofnaður og starfaði þar til 1884. 1881 ferðaðist hann um Svíþjóð til að kynna sér skóla þar í landi. „Um skóla í Svíþjóð" heitir greinin í Andvara (bls. 90-122) sem hann skrifaði um þessa för. Þetta er skýrsla um skólahald þar í landi, fjölda skóla eftir tegundum, fjölda nemenda og kennara og svo framvegis, ákaflega fróðleg grein. Í inngangi fjallar hann almennt um skólamál og hefur þetta að segja (upphafleg stafsetning og greinarmerkjasetning):

Eins og sést af nokkrum þeirra pistla sem ég hef sett hér inn hef ég verið að glugga í það sem sagt hefur um menntun og kennslu fyrr á tímum. Fyrir þessu grúski eru ýmsar ástæður sem verða ekki tíundar hér að sinni.

Pistil dagsins á Þorvaldur Thoroddsen. Þorvaldur hóf kennslu við Möðruvallaskóla árið 1880 þegar skólinn var stofnaður og starfaði þar til 1884. 1881 eftir ferðaðist hann um Svíþjóð til að kynna sér skóla þar í landi. „Um skóla í Svíþjóð" heitir greinin í Andvara (bls. 90-122) sem hann skrifaði um þessa för. Þetta er skýrsla um skólahald þar í landi, fjölda skóla eftir tegundum, fjölda nemenda og kennara og svo framvegis, ákaflega fróðleg grein. Í inngangi fjallar hann almennt um skólamál og hefur þetta að segja (upphafleg stafsetning og greinarmerkjasetning): Continue reading 'Hvernig á að verða nýtur maður?'»

Próf í landafræði 1893

Eggert Lárusson, 04/05/2010

Í bókinni „Saga Menntaskólans á Akureyri 1880-1890“ eftir Tryggva Gíslason eru birt próf sem haldin voru 2.-3. nóv. 1893 í 1. bekk Möðruvallaskólans (sem talinn er forveri MA). Nemendur voru á ýmsum aldri en aðeins fermdir nemendur voru teknir inn. Kennslubókin í landafræði var Lýsing Íslands eftir Þorvald Thoroddsen. Hér eru landafræðispurningarnar (stafsetningunni hef ég ekki breytt).

„1. Hvað er meint með orðinu breidd í landafræði og á hvaða breiddarstigi er Ísland?

2. Hvað er heimskaut, og hve mörg breiddarstig eru frá heimskautunum að miðjarðarlínu?

3. Lýsið jöklunum um miðbik landsins og skýrið frá helztu skilyrðum fyrir því , að jökull geti myndazt á fjöllum.

4. Nefnið helztu firði sem skerast inn í austurland, í réttri röð frá norðri til suðurs.

5. Hvar er Herðubreið, Skjaldbreiður og Baula?“

Þetta gefur mér tilefni til að árétta merkingu orðsins heimskaut sem þarna og síðan er samheiti við póll. Upp á síðkastið hefur merking þessa orðs í sumum fjölmiðlum þanist út frá því að tákna nyrsta punkt jarðarinnar og norðurenda snúningsássinn yfir í að merkja norðurheimskautssvæðið. Það er miður en sýnir kannski fátæklega landafræðikunnáttu?

Fyrsti landafræðikennari Möðruvallaskóla var Þorvaldur Thoroddsen sem starfaði þar frá stofnun 1880 til 1884. Þorvaldur hefur sennilega verið það sem ég kalla afburðakennari og hefur skilið eftir sig arfleifð sem kemur fram t.d. í hinni gáfulegu 3. spurningu að ofan. Hinar spurningarnar eru bara til upprifjunar minnisatriða.


Eru íslenskir grunnskólanemendur vel að sér um eldfjöll?

Eggert Lárusson, 09/04/2010

Árið 2004 kom út á vegum Gautaborgarháskóla námsritgerð sem einmitt fjallaði um spurninguna að ofan. (Ritgerðin er eftir Anna Andersson, Katrin Andersson og Christina Ekeblad og heitir Den informella kunskapens betydelse. Några isländska och svenska elevers förståelse om geologiska begrepp. Rapportnummer 2004: 502, 36 bls.). Samstarfsaðilar á Íslandi voru Árni G. Stefánsson, lektor við Kennaraháskólann, og Auður Pálsdóttir, grunnskólakennari.

Grunur rannsakendanna var sá að íslenskir grunnskólanemendur kynnu að vera mun betur að sér um sum jarðfræðileg hugtök sem áberandi eru í íslenskri náttúru en nemendur í öðrum löndum sem hafa bara heyrt af þessum jarðfræðihugtökum af afspurn (eða í skólanum).

Nemendur í Svíþjóð og á Íslandi voru beðnir að svara spurningum um 10 jarðfræðileg efni sem voru: jarðhiti, hvers vegna eldgos?, teiknaðu eldfjall og lýstu hinum ýmsu hlutum þess, gerðir eldfjalla, mismunandi útlit eldfjalla - á hvað veit það?, hvar á jörðinni eru eldfjöll flest?, hvaða þýðingu hefur Mið-Atlantshafshryggurinn fyrir Ísland? Svörin nemenda máttu vera teikningar sem sýndu skilning þeirra á efninu.

Skemmst er frá því að segja að mikill munur kom þarna fram í því hve íslensku nemendurnir voru betur að sér um þessi efni.

Hvers vegna vökulög?

Eggert Lárusson, 02/04/2010

Hvers vegna vökulög? Vökulögin frá árinu 1921 tryggðu íslenskum sjómönnum 6 tíma hvíld á sólarhring. Alltaf hef ég heyrt um hversu mikil réttarbót vökulögin voru.

En hvernig var níðst á sjómönnum hafði ég ekki hugmynd um fyrr við lestur bókarinnar Áraskip, önnur útgáfa, eftir Jóhann Bárðarson frá árinu 1964 (Ægisútgáfan).

Jóhanni segist svo frá (bls. 57-58): „Þegar leið á vorið, vanalegast um miðja vertíð, kom síldin. Var það alltaf smásíld, eða millisíld. Var hún veidd í landnætur, „lása", í einhverjum firðinum sunnanvert við Djúpið. En þá byrjaði nú fyrst ballið fyrir alvöru, fjölguðu þá sexæringarnir lóðatölunni upp í 40-50 í róðri. Kom vanalega fiskihlaup með síldinni. Var þá róið stanzlaust, hvíldarlaust og svo að segja svefnlaust, og voru mörg dæmi þess, að menn duttu niður af svefnleysi og ofþreytu þar sem þeir stóðu. Hörðust var skorpan fyrstu vikurnar, en úr því fóru menn heldur að unna sér hvíldar. Er til saga sem lýsir þessu vel:

Continue reading 'Hvers vegna vökulög?'»

Leifi leyft að búa við Ranglát

Eggert Lárusson, 28/03/2010

En hver var Ranglátur? Pétur Jónson frá Stökkum á Rauðasandi segir svo frá í kaflanum Rauðasandshreppur í bókinni Barðastrendingabók sem kom var út árið 1942 (bls. 101-102):

„Í Sauðlauksdal er prestsetur og kirkjustaður og bréfhirðing. Björn prófastur Halldórsson og Eggert Ólafsson gerðu þann garð frægan á 18. öld. Þar voru fyrst ræktaðar kartöflur á Íslandi. Sér enn fyrir þeim görðum, og sömuleiðis blómagarði sr. Björns; er þar kallað Akurgerði. Kúmen vex þar enn sjálfsáið. Litlar aðra rminjar sér þar nú eftir Björn prófast, nema garðinn Ranglát, sem hann lét hlaða til varnar fyrir sandfoki. Var sá garður ekki vinsæll af þeim, er að honum unnu, eins og nafnið bendir til.

Continue reading 'Leifi leyft að búa við Ranglát'»

„honum varð þung ríkismannareiðin"

Eggert Lárusson, 25/03/2010

Auðvelt er að vanmeta árbækur Ferðafélags Íslands eða það hef ég að minnsta kosti gert lengi. Ég hef verið að glugga í þær kerfisbundið í nokkrar vikur og er að uppgötva að þarna fara höfundar oft á glæsispretti á ritvellinum. Hér er eitt ofurlítið dæmi úr Árbók FÍ árið 1952 og höfundurinn er Jóhann Hjaltason, kennari og skólastjóri.

Bls. 44: „Norðan Bitrufjarðar innarlega gengur lág eyri og eigi mikil um sig suðaustur í fjörðinn. Það er Óspakseyri. Þar bjó á landnámsöldinni ódáðamaðurinn Þorbjörn bitra og síðar, á söguöld, Óspakur, er eyrin ber nafn af. Óeirðamaður var hann og átti sakgæft við suma nágranna sína (sbr. Eyrbyggjasögu). Fór honum sem öðrum, er hefjast af sjálfum sér án erfða og frændgarðs, að honum varð þung ríkismannareiðin og hlaut að gjalda óhöpp sín með fé og fjöri."

Continue reading '„honum varð þung ríkismannareiðin"'»

„…og drengir vaxa af engu eins og því".

Eggert Lárusson, 09/03/2010

Færeyjaferð 8. A árið 1933.

Margar gersamar er að finna í bókasafni menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Háteigsveg. Hér segi ég frá einni þeirra ("371.85 Til") sem nefnist  „Til Færeyja. Ferðasaga íslenskra skóladrengja vorið 1933." „Eftir drengina sjálfa." Félagið Færeyjafarar gaf út í Reykjavík 1934. Hér segir frá ferð bekkjarins 8. A við Austurbæjarskóla til Færeyja með kennara sínum, Aðalsteini Sigmundssyni. Þessi ferð finnst mér í frásögur færandi vegna þess hve allt var ævintýralegt, undirbúningurinn, ferðin sjálf og eftirvinnan sem er þessi 70 blaðsíðna bók sem drengirnir tuttugu skrifuðu og tóku auk þess flestar myndirnar. Allt er hér með slíkum myndarbrag að mjög svo lærdómsríkt er. Aðalsteinn kennari ritar inngang og útskýrir tilurð þessa merka fyrirtækis og ferðatilhögunina. Drengirnir rita hver sinn kafla - eina til tvær blaðsíður - um ferðalagið um Færeyjar eða fólk og áhugaverða staði sem þeir komu á.
Continue reading '„…og drengir vaxa af engu eins og því".'»

Fyrsta tillagan um kennaramenntun á Íslandi?

Eggert Lárusson, 01/03/2010

Árið 1799 var skipuð nefnd sem gera skyldi skýrslu um skólamál á Íslandi og koma með tillögur til úrbóta. Í nefndinni voru Magnús Stephensen, lögmaður, amtmennirnir Stefán Þórarinsson og J. Chr. Vibe og Grímur Thorkelin, leyndarskjalavörður. Mikið var karpað i þessari nefnd um Hólaskóla og hvort ætti að leggja til að hann yrði fluttur til Akureyrar eða Reykjavíkur og sameinaður Hólavallarskóla. Einnig var ágreiningur með þeim um skipan alþýðufræðslunnar. Continue reading 'Fyrsta tillagan um kennaramenntun á Íslandi?'»

Hvenær hófst landafræðikennsla á Íslandi?

Eggert Lárusson, 26/02/2010

Ekki veit ég það. En áhugavert er að skoða tilllögur Magnúsar Stephensen, lögmanns, 1799 og 1800. Hann hafði verið skipaður í nefnd ásamt þeim amtmönnunum Stefáni Þórarinssyni og J. CHr. Vibe og Grími Thorkelin, leyndarskjalaverði, haustið 1799, sem gera skyldi skýrslu um skólamál á Íslandi og koma með tillögur til úrbóta. Mikið var karpað i þessari nefnd um Hólaskóla og hvort ætti að leggja til að hann yrði fluttur til Akureyrar eða Reykjavíkur og sameinaður Hólavallarskóla. Einnig var ágreiningur með þeim um skipan alþýðufræðslunnar. En á nefndarfundi á aðfangadag árið 1799 lagði Magnús fram greinargerð um þetta mál. Um hana segir Lýður Björnsson í bók sinni Úr sögu kennaramenntunar á Íslandi frá árinu 1981 (bls. 16-17): Continue reading 'Hvenær hófst landafræðikennsla á Íslandi?'»