Halastjörnur fyrr og nú - 3. Tuttugasta öld

Þessi færsla er sú þriðja af fjórum og framhald af tveimur fyrri færslum: Halastjörnur fyrr og nú - 1. Frá miðöldum til loka sautjándu aldar  og  Halastjörnur fyrr og nú - 2. Átjánda og nítjánda öld.

 

Halastjörnur í upphafi tuttugustu aldar

Í lok janúar árið 1910 sáu nokkrir Reykvíkingar halastjörnu lágt á himni í útsuðri og töldu að þar væri komin hina fræga Halley-stjarna, sem menn höfðu haft fréttir af úr dagblöðum og tímaritum. Svo reyndist þó ekki vera, heldur var þarna á ferðinni óvæntur gestur, hin svokallaða janúarhalastjarna 1910:

Janúarhalastjarnan 1910. Ljósmynd frá Lowell athugunarstöðinni í Flagstaff í Arizona.

Eftir að menn höfðu náð sér eftir mestu undrunina, var tiltölulega lítið fjallað um þessa merku halastjörnu hér á landi. Allir voru að bíða komu Halley-stjörnunnar á vormánuðum.

Halley halastjarnan 1910:

Ég hef ekki enn fundið neinar áreiðanlegar heimildir um það, að halastjarna Halleys hafi sést á Íslandi vorið 1910. Á norðurslóðum voru skilyrði til þess að koma auga á stjörnuna fremur óhagstæð og hér á landi var sennilega allt of bjart til þess að hún sæist.

Mikið var þó fjallað um Halley-stjörnuna í íslenskum blöðum. Strax haustið 1909 var farið að undirbúa almenning fyrir komu gestsins:

Braut Halley halastjörnunnar 1910. Myndin birtist í grein í heimilisblaðinu Frækorni í nóvember 1909. Hún er greinilega tekin úr dönsku blaði.

Um vorið komu tveir Þjóðverjar til landsins og var megintilgangur ferðarinnar að kanna hugsanleg segul- og rafhrif frá halastjörnunni. Engin slík hrif fundust:

Að erlendri fyrirmynd lögðu íslensk blöð áherslu á, að lítil sem engin hætta væri af halastjörnunni, en áætlað hafði verið að jörðin gæti lent í hala hennar 18. eða 19. maí. Það sem einkum mun hafa hrætt menn, var þrálátur orðrómur þess efnis, að halinn væri fullur af bráðdrepandi blásýrugasi:

Myndin sýnir halastjörnu Halleys yfir bænum Gary í Indiana, 20. maí 1910.

Eins og flestir stjarnvísindamenn höfðu sagt fyrir, urðu jarðarbúar ekki fyrir neinum beinum áföllum af völdum halastjörnu í þetta sinn:

Þetta sérkennilega uppistand í maí 1910 fékk fljótlega sinn fasta sess í menningarsögunni og er oft til þess vitnað:

Almennt um halastjörnu Halleys og heimsóknina 1910:

 

Tveir íslenskir stjarnvísindamenn í Bandaríkjunum á 20. öld

Margir íslenskir raunvísindamenn störfuðu í Bandaríkjunum á tuttugustu öld, sumir alla starfsævina, aðrir aðeins tímabundið. Í þessum hópi voru nokkrir stjarnvísindamenn, þar á meðal tveir sem hér verður sérstaklega rætt um, þeir Sturla Einarsson (1879-1974) og Gísli Hlöðver Pálsson (f. 1943). Ástæðan fyrir valinu er sú, að þeir lögðu báðir til sinn skerf í rannsóknum á halastjörnum, þótt með ólíkum hætti væri.

Sturla Einarsson

Um þessar mundir er í vinnslu sérstök færsla um Sturlu og störf hans og því verður aðeins minnst á örfá atriði hér.

Sturla fæddist í Skagfirði árið 1879, sonur hjónanna Jóhanns Einarssonar og Elínar Benónýsdóttur. Fjögra ára gamall fluttist hann alfarinn til Bandaríkjanna með foreldrum sínum og flokkast því samkvæmt hefð sem Vestur-Íslendingur.

Sturla lauk doktorsprófi í stjörnufræði frá Kaliforníuháskóla í Berkeley árið 1913 með ritgerð um brautir Trójusmástirna. Hann starfaði síðan við skólann allan sinn starfsaldur og varð prófessor í stjörnufræði 1918.

Í akademískum störfum sínum lagði Sturla mesta áherslu á kennslu og stjórnunarstörf, en á námsárunum stundaði hann öflugar rannsóknir við útreikninga á brautum nýuppgötvaðra halastjarna. Alls munu hafa birst eftir hann niðurstöður um brautir 16 slíkra stjarna (ekki þó halastjörnu Halleys):

Til vinstri má sjá prófessor Sturla Einarsson við einn af sjónaukunum í Berkeley árið 1944 - Til hægri er mynd af Morehouse halastjörnunni 1908. Sturla gerði tvær tilraunir til að ákvarða braut hennar, fyrst 6. sept. 1908 og aftur 22. sept. 1908.

Frekari upplýsingar um störf og persónu Sturlu eru að finna í eftirfarandi minningargrein eftir þrjá fyrrum stúdenta hans og samstarfsmenn:

 

Gísli Hlöðver Pálsson (Jack G. Hills)

Foreldrar Keflvíkingsins Gísla Hlöðvers voru þau Kristín Gísladóttir og Páll S. Pálsson. Árið 1949 fluttist hann til Bandaríkjanna með móður sinni, þá sex ára gamall. Í hinu nýja landi tók hann upp ættarnafn stjúpföðurs síns og nefndist eftir það Jack Gilbert Hills.

Gísli Hlöðver/Hills vakti snemma athygli fyrir framúrskarandi hæfileika á sviði raunvísinda, einkum þó stjörnufræði og eðlisfræði, eins og sjá má á þessum íslenska fréttapistli:

Árið 1969 lauk Hills doktorsprófi í stjarneðlisfræði frá Michigaháskóla með ritgerð um uppruna og þróun sólkerfisins. Þetta verk hans vakti talsverða athygli:

Að námi loknu vann Hills áfram að rannsóknum í stjarneðlisfræði við Michiganháskóla og fleiri skóla. Árið 1981 þáði hann svo stöðu sem stjarneðlisfræðingur við Los Alamos Rannsóknarstofnunina í Nýju Mexíkó.

Prófessor Jack G. Hills á skrifstofu sinni í stjarneðlisfræðideild ríkisháskólans í Michigan árið 1979.

Jack Hills er sérfræðingur í útreikninum á hreyfingu himintungla, sviði sem kalla mætti stjörnuaflfræði á íslensku, og þar hefur hann gert ýmsar mikilvægar uppgötvanir. Fyrir utan áðurnefndar niðurstöður um reikistjörnukerfi, færði hann meðal annars rök fyrir því árið 1981, að flesta halastjörnukjarna sé að finna, ekki í hinu fjarlæga Oort-skýi, heldur í skífulaga svæði í plani sólkerfisins fyrir utan svokallað Kuiper-belti. Þessi skífa er nú við hann kennd og kölluð Hills-skýið, en stundum er einnig talað um innra Oort-skýið.

Á þessari skýringarmynd er stjörnukerfið, sem við köllum venjulega sólkerfið okkar, í miðjunni. Þar fyrir utan er skífulaga Kuiper-beltið (litað ljósblátt). Skífan fyrir utan Kuiper-beltið er Hills-beltið. Hið kúlulaga Oort-ský umlykur svo allt saman.

Á níunda og tíunda áratugnum vann Hills meðal annars að rannsóknum á hreyfingum smástirna og halastjarna í sólkerfinu og áhrifum hugsanlegra árekstra slíkra fyrirbæra við jörðina:

Árið 2005 fannst sólstjarna, sem ferðaðist með ofsahraða í gegnum Vetrarbrautina. Fljótlega kom í ljós, að Hills hafði spáð fyrir um tilvist slíkra stjarna sautján árum áður:

Hills hefur unnið að mörgum öðrum áhugaverðum verkefnum á sviði stjörnuaflfræði. Eftirfarandi listi gefur góða mynd af helstu viðfangsefnum hans:

 

Meira um halastjörnur á tuttugustu öld

Áður hefur verið minnst á nokkrar 20. aldar halastjörnur, til dæmis janúarstjörnuna 1910 og Halley-stjörnuna, sem kom í heimsókn skömmu síðar. Einnig ýmsar halastjörnur, sem Sturla Einarsson reiknaði brautir fyrir á árunum 1906 til 1929. Hér á eftir verða hins vegar taldar upp aðrar helstu halastjörnur tuttugustu aldar og þá einkum þær, sem vöktu sérstaka athygli hér á landi, annað hvort vegna birtu og fegurðar eða af öðrum ástæðum.

Tímabilið frá 1900 til 1950

Atburðurinn í Tunguska árið 1908:


 Pons-Winnecke halastjarnan 1921:


◊ Steinþór Sigursson og Comas Solà halastjarnan 1926:

Á þriðja áratug tuttugustu aldar lagði Reykvíkingurinn Steinþór Sigurðsson stund á stjörnufræði við Háskólann í Kaupmannahöfn. Þar naut hann leiðsagnar Elis Strömgren, eins fremsta sérfræðings heims á þeim tíma í útreikningum á brautum halastjarna og smástirna.

Elis Strömgren og Steinþór Sigurðsson.

Steinþór lauk magisterprófi í stjörnufræði árið 1929 með ritgerð um nýja útreikninga á brautum svokallaðra Trójusmástirna. (Það er skemmtileg tilviljun, að sextán árum áður hafði Sturla Einarsson fjallað um svipað efni í doktorsritgerð sinni.)

Á námsárunum stundaði Steinþór meðal annars athuganir á breytistjörnum og stjörnumyrkvum,  en jafnframt birti hann skemmtileg grein um halastjörnuna Comas Solà:

  • G. W. Kronk: 32P/Comas Solá.
  • Steinþór Sigurðsson, 1927: Komet Comas Solà (1926 f) - Greinin í heild sinni:

Rúmsjármynd (sjá einnig hér) af braut halastjörnunnar Comas Solà 1926. Grein Steinþórs Sigurðssonar í Nordisk Astronomisk Tidsskrift, 8, 1927, bls. 77.


 Giacobini-Zinner halastjarnan og Drakonítar árin 1933 og 1946:


Tímabilið 1950-1970

◊ Tvær greinar um halastjörnur:


Arend-Roland halastjarnan 1956:

Fréttir af þessari björtu og sérlega fallegu halastjörnu bárust snemma til landsins:

Þýsk ljósmynd af Arend-Roland halastjörnunni að kvöldi 23. apríl 1957. Takið eftir daufa „andhalanum“ sem gengur fram úr stjörnunni.


◊ Ikeya-Seki halastjarnan 1965:

Þetta mun vera ein bjartasta halastjarna, sem um getur í sögu stjörnufræðinnar. Hún var hins vegar mjög sunnarlega á hvelfingunni og af stuttum fréttapistlum í íslenskum blöðum má ráða, að ekki hafi til hennar sést hér á landi.


Bennett halastjarnan 1969:


Tímabilið 1970-1990

◊ Halastjarna Múmínálfanna 1971:

Hin merka ævintýrabók Halastjarnan eftir Tove Jansson kom í íslenskri þýðingu 1971 og var endurútgefin 2010. Næsta útgáfa kemur því sennilega á markað 2049.


◊  Kohoutek halastjarnan 1973:


West halastjarnan 1975:


Halley halastjarnan 1986:

Farið var að fjalla um þessa heimsókn Halley-stjörnunnar í íslenskum blöðum, löngu áður en hún sást fyrst hér á landi:

Ein af myndum Giotto geimfarsins af kjarna og hjúpi Halley-stjörnunnar árið 1986. Mynd: ESA/MPAE Lindau.

Almennt um halastjörnu Halleys og heimsóknina 1886:


Tímabilið 1990-2000

◊ Swift-Tuttle halastjarnan 1992:

Um það leyti sem fyrst sjást til halastjörnunnar, haustið 1992, fór af stað orðrómur þess efnis, að hún myndi síðar lenda í árekstri við jörðina, nánar tiltekið 14. ágúst árið 2126. Þrátt fyrir að orðróminn mætti rekja til stjörnufræðinga, kom fljótlega í ljós að líkurnar á slíkum árekstri voru til muna minni en upphaflega var talið:

Myndin sýnir Þorstein Sæmundsson stjörnufræðing horfa til himins í nóvember 1992. Þarna er hann sennilega að skyggnast eftir Swift-Tuttle halastjörnunni. Ljósmyndari: Ragnar Axelsson.

Í kjölfar Swift-Tuttle stjörnunnar bjuggust margir við, að Persítarnir yrðu mjög öflugir í ágúst 1993. Sú varð þó ekki raunin:

Svo merkilega vill til, að einmitt á þessum heimsóknartíma Swift-Tuttle stjörnunnar var mikil umræða í gangi um afdrif risaeðlanna og hvort aldauði þeirra gæti tengst árekstri halastjörnu eða loftsteins við jörðina:

Árekstrar halastjarna og loftsteina við jörðina - Yfirlit:


◊ Shoemaker-Levy halastjarnan 1993:

Brotin úr Shoemaker-Levy stjörnunni skömmu áður en þau lentu á Júpíter, dagana 16. til 22. júlí 1994. Sjá nánar hér.


Hyakutake halastjarnan 1996:


◊  Hale-Bopp halastjarnan 1995:

Hale-Bopp er mér sérstaklega minnisstæð. Veturinn 1996-97 var ég gistiprófessor við Nordita í Kaupmannahöfn og bjó á þriðju hæð í fjölbýlishúsi við Blegdamsvej. Þrátt fyrir borgarljósin, gat ég fylgst með þressari glæsilegu halastjörnu út um stofugluggann hjá mér á hverju kvöldi, frá því um miðjan mars og og vel fram í apríl 1997.

Halastjarnan Hale-Bopp yfir Esjunni að kvöldi 18. mars 1997. Ljós rykhalinn og blár jónahalinn sjást greinilega á myndinni. Fyrir neðan stjörnuna eru norðurljós. Ágúst H. Bjarnason verkfræðingur tók þessa fallegu mynd.


Framhaldsfærsla:

  • Halastjörnur fyrr og nú - 4. Upphaf tuttugustu og fyrstu aldar (með lista yfir ýmsar aðrar gagnlegar vefsíður og ritsmíðar).

Um Einar H. Guðmundsson

Prófessor emeritus við Háskóla Íslands - Tölvupóstfang: einar@hi.is - Vefsíða: https://notendur.hi.is/einar/
Þessi færsla var birt undir Eðlisfræði, Stærðfræði, Stjörnufræði, Tuttugasta öldin. Bókamerkja beinan tengil.