Hvernig á maður að svara spurningum?

Geir Þórarinsson, 28/08/2011

Stundum hef ég fengið nokkuð skrítnar spurningar frá Vísindavefnum. Vefnum hafa auðvitað borist alls kyns skemmtilegar spurningar, eins og „Hver er sinnar gæfu smiður?“ og „Hver er sjálfum sér næstur?“ Aðrar eru ef til vill efni í heimspekilegar pælingar, eins og  „Hvenær er núna?“, þótt óvíst sé hvort spyrjanda sé alvara. Þegar mér barst spurningin „Hvernig á maður að svara spurningum?“ skrifaði ég ef til vill allt of langt mál. Það hefði sennilega nægt að svara í einu orði: „Svona!“

Hvernig á maður að svara spurningum?