Um listheimspeki og Sókrates

Gunnar Harðarson, 27/04/2014

Fyrir nokkru gaf ég út Listhugtakið í heimspeki samtímans þar sem saman eru komnar á eina bók þýðingar á nokkrum lykilgreinum í listheimspeki 20. aldar ásamt inngangi sem setur þessar þýðingar í sögulegt og heimspekilegt samhengi.  Bókin er ætluð háskólanemum og öðru áhugafólki um listir og heimspeki.

Þá kom nýlega út bókin Hugsað með Platoni sem inniheldur fjölda greina frá samnefndu málþingi, þar á meðal eina sem ég skrifaði um Sókrates, en áður hef ég skrifað  grein í Ritið um Skýin og Málsvörn Sókratesar og aðra um Sókrates og áhrif samræðunnar sem birtist hér pósti á síðunni.