Um skiptingu heimspekinnar á miðöldum

Gunnar Harðarson, 29/05/2015

Ritgerðin ‘A Divisio Philosophiae in the Medieval Icelandic Manuscript GKS 1812 4o’ hefur verið birt í tímaritinu Cahiers de l’Institut de Moyen-Âge grec et latin 84 (2015), en tímaritið er gefið út af Centre for the Aristotelian Tradition við Saxo Institut í Kaupmannahafnarháskóla. Ritgerðin fjallar um mynd af heimspekinni sem varðveitt er í íslensku miðaldahandriti.