Rannsóknir

Rannsóknir mínar í heimspeki hafa að mestu leyti tekið til tveggja sviða, heimspekisögu og listheimspeki. Á sviði heimspekisögu hef ég einkum rannsakað sögu íslenskrar heimspeki, en á sviði listheimspeki miðlað ýmsum þáttum úr fagurfræði og listheimspeki 20. aldar, auk rannsókna í sögu íslenskrar fagurfræði.  Þá hef ég þýtt heimspekilega texta frá ýmsum tímum.

Rannsóknarverkefni í vinnslu:  Heimspekileg hugsun í íslenskum miðaldaritum, hugmyndasaga siðskiptatímans.

Hliðarrannsóknir: Fornaldarheimspeki, húmanisminn, nútímaheimspeki.