Category: Óflokkað

Gunnar Hallgrímsson, 08/06/2020 12:50

Velkomin á heimasíðuna

Ég starfa sem prófessor í dýrafræði við HÍ og á síðunni má finna upplýsingar um þau verkefni sem ég vinn að hverju sinni.

UGLUVAKTIN og rannsóknir á haförnum eru mín aðal langtímaverkefni og bind ég vonir við að geta sinnt þeim rannsóknum næstu áratugina.

Uglur geta verið felugjarnar og sniglast gjarnan um þegar fáir eru á ferli. Ég er því afar þakklátur fyrir allar þær upplýsingar um uglur sem til mín berast á netfangið gunnih@hi.is eða í síma 698-5978.