Þrestir / Turdus Project

Verkefnið hófst vorið 2017 og miðar fyrst og fremst að því að kanna þá þætti sem hafa áhrif á æxlunarárangur skógar- og svartþrasta. Í því samhengi höfum við mikinn áhuga á að vita hvort far og vetrarsvæði séu þættir sem komi hér við sögu að einhverju marki.

Hulda Elíabet Harðardóttir vann meistaraverkefni innan þessa verkefnis og ritgerð hennar má finna hér

Fuglaathugunarstöð Suðausturlands hefur verið samstarfsaðili í verkefninu og litmerkt, mælt og safnað öðrum gögnum um þresti á SA-landi.