Um mig / About me

Ég er dósent í fötlunarfræði við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands og formaður námsbrautar í fötlunarfræði. Sérsvið mitt snýr að fjölskyldum þar sem foreldrar eru seinfærir. Ég útskrifaðist af listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti og lagði stund á kökuskreytingar og blómaskreytingar í Bandaríkjunum áður en ég hóf nám í uppeldis og menntunarfræði við Háskóla Íslands. Ég lauk doktorsprófi í fötlunarfræði frá Sheffield University í Bretlandi 2005 og hef starfað við Háskóla Íslands frá árinu 2004.
Námskeiðin sem ég kenni að hluta eða heild eru: Fötlun í menningu samtímans, Kenningar og sjónarhorn í fötlunarfræði, Fötlun, sjálf og samfélag og Eigindlegar rannsóknaraðferðir I og II. Auk kennslu- og fræðastarfa við félags- og mannvísindadeild hef ég tekið þátt í margvíslegu starfi innan Háskólans og utan. Ég sit í deildarráði félags- og mannvísindadeildar, Ráði um málefni fatlaðs fólks, stjórn Styrktarsjóðs Margaretar og Bengt Scheving Thorsteinsson og er fulltrúi HÍ í Réttindavakt Velferðaráðuneytisins. Sambýlismaður minn er Oddur Friðriksson. Ég á tvær dætur, Örnu Gunni og Elvu Sif Ingólfsdætur og einn ömmustrák.