Um

Lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands

Menntun:
Doktorsgráða frá New York University (2007) í félagslegri sálfræði með tölfræðilega sálfræði sem undirgrein.
Meistaragráða í vinnusálfræði frá NYU (2004).
BA í sálfræði frá HÍ (1999).

Störf:
Lektor í stjórnmálafræði við HÍ frá 2009.
Frá 2007-2009 var ég nýdoktor og aðstoðarkennari við Princeton University við Woodrow Wilson School of Public and International Affairs.
Aðstoðarkennari í fjölmörgum námskeiðum sem BA nemi við HÍ og doktorsnemi við NYU.
Frá 1998 – 2001 var ég verkefnastjóri skoðanakannana hjá Gallup (nú Capacent).
Önnur störf hafa meðal annars falist í því að grafa skurði og bora göt í útveggi, vera næturvörður í Þjóðleikhúsinu, selja megrunareyrnalokka í gegnum síma og fljúga með egypska kennara í Saudí Arabíu.