Great Immortality fékk viðurkenningu ESCL

Jón Karl Helgason, 20/09/2021

Greinasafnið Great Immortality: Studies on European Cultural Sainthood (Brill 2019), sem við Marijan Dović ritstýrðum, hlaut á dögunum evrópskra samanburðarbókmenntafræðinga (ESCL Excellence Award for Collaborative Research). Auk bókar okkar Marijans voru tilnefnd af sérstakri dómnefnd greinasöfnin Literary Second Cities (Palgrave 2017), Prismatic Translation (MHRA, 2019) og Reconfiguring Human, Nonhuman and Posthuman in Literature and Culture (Routledge, 2020). Í umsögn dómnefndar kom fram að öll tilnefndu verkin geymdu heildstæða umfjöllun fræðimanna frá ýmsum þjóðlöndum um þverfagleg viðfangsefni. Í Great Immortality væru bókmenntarannsóknir fléttaðar með áhugaverðum hætti saman við minnisfræði, auk þess sem sérstaklega var tekið til þess hve víðfeðm umfjöllunin væri en hún nær frá Úkraínu í austri, Katalóníu í suðri, Íslands í norðri til Hollands í vestri. Sjá nánar frétt á vef HÍ.