Matthías Viðar Sæmundsson

Matthías Viðar Sæmundsson (23. júní 1954 – 3. febrúar 2004) var bókmenntafræðingur og dósent í íslensku við Háskóla Íslands. Hann lauk BA prófi frá Háskóla Íslands í bókmenntafræði og íslensku og cand.mag.-prófi í íslenskum bókmenntum og stundaði nám í samanburðarbókmenntum við háskólann í háskólann í Montpellier í Frakklandi árið 1978. Matthías Viðar var umsjónarmaður menningarþátta í Sjónvarpinu, bókmenntagagnrýnandi og flutti pistla um menningarmál. Hann samdi nokkrar bækur og ritstýrði öðrum og gerði heimildarmyndir fyrir sjónvarp. Matthías Viðar stofnaði vefritið Kistan.is árið 1999.

Hér fyrir neðan má nálgast upplýsinga rum helstu ritsmíðar Matthíasar Viðars á vettvangi bókmenntafræða og menningarsögu sem birtust í bókarformi eða í íslenskum tímaritum og dagblöðum. Hlekkir eru á efni sem er aðgengilegt rafrænt. Greinarnar eru flokkaðar eftir efni og raðað í tímaröð innan hvers flokks.

Bækur

  • Mynd nútímamannsins. Um tilvistarleg viðhorf í sögum Gunnars Gunnarsonar (1982)
  • Stríð og söngur. Sex skáld segja frá (1985)
  • Ást og útlegð. Form og hugmyndafærði í íslenskri sagnagerð 1850-1930 (1986)
  • Minningar barnalæknis. Lífssaga Björns Guðbrandssonar (1987)
  • Myndir á sandi. Um frásagnalist nútímaskáldsagna (1991)
  • Galdrar á Íslandi (1992)
  • Galdur á brennuöld (1996)
  • Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey. Fjölskylda og samtíð Héðins Valdimarssonar (2004)

Greinar um bókmenntir og menningarástand fyrri alda

Greinar um nútímabókmenntir

Fræðileg ástundun

Greinaflokkur um rúnir

Gagnrýni

Viðtöl