Matthías Viðar Sæmundsson

Matthías Viðar Sæmundsson (23. júní 1954 – 3. febrúar 2004) var bókmenntafræðingur og dósent í íslensku við Háskóla Íslands. Hann tók BA próf frá Háskóla Íslands í bókmenntafræði og íslensku og cand.mag.-próf í íslenskum bókmenntum og stundaði nám í samanburðarbókmenntum við háskólann í háskólann í Montpellier í Frakklandi árið 1978. Matthías Viðar var umsjónarmaður menningarþátta í Sjónvarpinu, bókmenntagagnrýnandi og flutti pistla um menningarmál. Hann samdi nokkrar bækur og ritstýrði öðrum og gerði heimildarmyndir fyrir sjónvarp. Matthías Viðar var stofnaði vefritið Kistan.is árið 1999.

Bækur

 • Mynd nútímamannsins. Um tilvistarleg viðhorf í sögum Gunnars Gunnarsonar (1982)
 • Stríð og söngur. Sex skáld segja frá (1985)
 • Ást og útlegð. Form og hugmyndafærði í íslenskri sagnagerð 1850-1930 (1986)
 • Minningar barnalæknis. Lífssaga Björns Guðbrandssonar (1986)
 • Myndir á sandi. Um frásagnalist nútímaskáldsagna (1991)
 • Galdrar á Íslandi (1992)
 • Galdur á brennuöld (1996)
 • Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey. Fjölskylda og samtíð Héðins Valdimarssonar (2004)

Greinar um bókmenntir og menningarástand fyrri alda

 • Syrpa um Kristján Fjallaskáld (1984)
 • Sögur og ritgerðir. Kristján Jónsson 1842-1869 (1984)
 • Ísland er þjóð, öll sökt í blóð. Tyrkjarán og Spánverjavíg (1990)
 • Hungurveröld hreppstjórans (1991)
 • Þrímynd karlmannsins. Hellislistamaðurinn Jesú Kristur og svarti baróninn (1996)
 • Litlu varð Vöggur feginn (1997)
 • Upplýstir skólapiltar, drykkfelld skál og kynlegir kvistir (1999)
 • Uglunnar skúmla blikk (1999)

Greinar um nútímabókmenntir

Fræðileg ástundun

 • Til varnar hjátrúnni. Um hellistálsýn í íslenskum fræðum (1997)
 • Flugur og fjöll (1999)

Ritdómar