Fræðsla og fyrirlestrar

Ég hef viðamikla reynslu af skóla- og frístundastarfi, bæði sem foreldri og fagmanneskja. Ég hef fylgt mínum fimm börnum eftir í gegnum leik-, grunn- og framhaldsskóla og tekið virkan þátt í foreldrastarfi á öllum skólastigum. Ég tek að mér að halda erindi fyrir foreldrafélög, starfsfólk og stofnanir. Ég legg áherslu á samtal og ígrundun þess hóps sem ég vinn með hverju sinni.

Meðal þess sem ég hef haldið fræðslu og erindi um:

  • Skipulag og fagmennska á frístundaheimilum fyrir 6-9 ára börn
  • Barnalýðræði og réttindi barna í skóla- og frístundastarfi
  • Samstarf milli ólíkra faghópa í skóla- og frístundastarfi
  • Mikilvægi óformlegs náms, félagsfærni og vináttu
  • Siðferðileg gildi og siðferðileg álitamál í skóla-og frístundastarfi -  hvernig er unnið með þau?
  • Foreldrasamstarf; hlutverk og ábyrgð ólíkra aðila - viðhorf og samvinna.

Nánari upplýsingar kolbrunp (att) hi.is