Leiðsögn með lokaverkefnum

Ég kem að leiðsögn lokaverkefna bæði í grunn- og framhaldsnámi við Menntavísindasvið. 

Hér set ég fram hugmyndir um lokaverkefni sem nemendur sem hafa áhuga að starfa með mér geta haft í huga:

BA /B.Ed lokaverkefni:

Innra starf á frístundaheimilum
Gildi óformlegs náms og tengsl við formlegt nám
Sjónarhorn og þátttaka barna og ungmenna
Sjálfræði og sköpun í skóla- og frístundastarfi
Siðferðis- og tilfinningaþroski barna og ungmenna
Samstarf við foreldra

Meistaraverkefni:

Rannsóknir/þróunarverkefni tengd samþættingu skóla - og frístundastarfs
Þróun starfshátta innan frístundaheimila/félagsmiðstöðva
Rannsóknir/þróunarverkefni um sjónarhorn og þátttöku barna og ungmenna
Siðferðileg álitamál tengd starfi með börnum og ungu fólki
Fagvitund og hlutverk tómstunda- og félagsmálafræðinga