Fyrstu skrefin

Að stofna vef

  • Farðu á https://uni.hi.is
  • Smelltu á tengilinn Smelltu hér til að stofna vefinn þinn
  • Sláðu inn hi-notendanafnið þitt og lykilorð

Þegar hér er komið við sögu opnast stjórnborð vefsins og þú getur farið að skrifa og birta efni á vefnum þínum. Ef þú vilt vinda þér í skriftir getur þú hoppað beint áSkrifa á vefinn. En kannski vilt þú breyta stillingum og útliti vefsins og þá heldur þú áfram og lest efnið á þessari síðu.

Stillingar/Settings

Hér getur þú stillt virkni vefsins. Tólið getur breyst lítillega eftir því hvaða íbætur/plugins eru virkar.

  • Almennt/General: Ýmsar stillingar s.s. heiti vefs (fyrirsögn sem birtist í haus), tungumál, o.fl.
  • Lestur/Reading: Hér velur þú m.a. hvaða síða eigi að vera „heimasíða“, þ.e. hvaða síða eigi fyrst að birtast almennum notanda.
  • Tungumál/Languages: Ef qTranslate íbótin er virkjuð velur þú hér hvaða tungumál skuli notuð á vefnum. Veldu Enable undir Action til að virkja tungumál. Þú getur líka valið hvaða tungumál er fyrsta mál vefsins og hvernig tungumálin raðast. Sjá nánar um qTranslate hér að neðan.

Útlit/Appearance

Til að byrja með verður aðeins boðið upp á eitt útlitssnið sem heitir Panorama 2.1.hi, sem hefur verið aðlagað að hönnunarstaðli HÍ. Þú getur samt breytt sniðinu aðeins eftir eigin smekk. Þegar vefurinn er stofnaður er sjálfgefið að hann sé í dökkbláum lit HÍ, en einnig er boðið upp á liti fræðasviða skólans. Mælst er til að starfsmenn Heilbrigðisvísindasviðs noti lit sviðsins, eða almennan lit HÍ. Þessum stillingum er breytt undir Panorama Theme Options.

  • Aukahlutir/Widgets: Hér velur þú hvaða aukahlutir, s.s. sérsniðinn texti, dagatal, listi yfir tengla eða flokka, RSS, qTranslate language chooser (ef íbótin hefur verið virkjuð) o.fl., eigi að birtast á hliðarstiku. Til að birta aukahlut í hliðarstiku vefsins þíns dregurðu hann undir Hliðarstika í valmyndinni
  • Panorama Theme Options:  Hér velur þú lit vefsins, hvort hliðarstikan birtist hægra eða vinstra megin og hvort síðan Heim/Home birtist á vefnum eða ekki.

Tungumál

Viltu hafa vefinn þinn á fleiri en einu tungumáli? Það er lítið mál! Í upphafi er vefurinn stilltur fyrir eitt tungumál, en til að breyta því ferð þú í Íbætur/Plugins og virkjar qTranslate. Þegar qTranslate hefur verið virkjað er sjálfgefið að tungumál vefsins séu íslenska og enska, en þau geta verið önnur og/eða fleiri. SjáStillingar hér að ofan til að finna upplýsingar um hvernig það er gert. Þegar þú ert búinn að virkja qTranslateþarft þú að fara í Aukahlutir/Widgets til að birta í hliðarstikunni fána eða fellilista til að skipta milli tungumála. Af gefnu tilefni er bent á að ef þú hefur ekki virkjað qTranslate í upphafi en ákveður síðan að nota þann möguleika, þá getur það gerst að síður og færslur sem þú ert búin/n að birta hverfi sjónum lesenda þegar íbótin er virkjuð. Ef það gerist þarftu að vista þær á ný og þá á efnið að birtast aftur.