Menntun og störf

Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Tjörnina 1975.
B.Ed. próf frá Kennaraháskóla Íslands 1978.
M.Ed. próf frá Ontario Institute for Studies in Education of the University of Toronto, Kanada, 1995. Rannsóknarritgerð mín heitir Integrating the Curriculum: A Story of Three Teachers. Þetta er eigindleg rannsókn á því hvernig þrír kennarar samþætta námsgreinar.
Ph.D. próf frá Kennaradeild Menntavísindasviðs Háskóla Íslands, 18. janúar 2013.

Þátttaka í námskeiðum
1. Líffræðinámskeið í Stóru-Tjarnarskóla, 2 vikur í júní 1976. Var óreglulegur þátttakandi, enn í kennaranámi.
2. Námskeið sem Roy og Manny Lewis héldu sumarið 1979 um opið og sveigjanlegt skólastarf.
3. Ráðstefna norrænna tungumálakennara, 1 vika í júní 1980.
4. Markmið og leiðir í sveigjanlegu skólastarfi, 2 vikur í ágúst 1980.
5. Námskeið um samvirkt skólastarf, maí og sept.1982. Fyrir alla kennara Æfingaskólans.
6. Námskeið undir stjórn John Elliott um starfendarannsóknir (Action Research), 24.-27. júní 1982. Fyrir kennara Æfingaskólans og KHÍ.
7. Íslenska II, júní 1983. Námskeið með Steve Bell og Sally Harkness, um „Story-line“ aðferðina sem kennd er við Jordan Hill kennaraháskólann í Glasgow.
8. Sveigjanlegt skólastarf, ágúst.1983. Námskeið með m.a. Manny Lewis.
9. Námstefna um sveigjanlega kennsluhætti, í ágúst 1984.
10. Námskeið um stjórnun, sjálfsblekkingu kennarans o.fl., maí 1985. Fyrir alla kennara Æfingaskólans.
11. Námskeið um greiningu og mat á námsefni í Kennslumiðstöð Námsgagnastofnunar í júní 1987.
12. Stærðfræðinámskeið um „þrautalausnir“ (Problem solving), í ágúst 1988, kennari B. Stake.
13. Námskeið í notkun BBC tölva í Brighton, haustið 1985. Alls 24 kennslustundir.
14. Námskeið í notkun IBM tölva í KHÍ, haustið 1986. U.þ.b. Alls 10 kennslustundir.
15. Námskeið um leiðsagnarhlutverk kennarans með Gunnari Handal, ágúst 1988, fyrir æfingakennara Æfingaskólans og kennara KHÍ.
16. Námskeið í Jordan Hill kennaraháskólanum í Glasgow um „Story-line“ kennsluaðferðina, haldið í júní 1989. Kennari Steve Bell.
17. Námskeið um hvernig hlúa má að samskiptahæfni nemenda; um samvinnu kennara, námsráðgjafa og skólastjórnenda, í júní 1991. Kennarar Dr. Steven Brian-Meisels og Dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir.
18. Námskeið um framsögn, raddbeitingu og mælt mál, í ágúst 1991, með Margréti Pálsdóttur.
19. Námskeið á vegum menntamálaráðuneytisins og Lions-hreyfingarinnar á Íslandi um Lions-Quest kennsluefnið „Að ná tökum á tilverunni“. Haldið fyrir væntanlega kennara efnisins, í júní 1992.
20. Námskeið um tölvusamskipti - Íslenska menntanetið, 1993.
21. Námskeið um kynferði og menntun, í júní 1994. Kennari Dr. Sari Knopp Biklen, prófessor við Syracuse háskólann í Bandaríkjunum.
22. Námskeið á vegum Evrópuráðsins um Siglingar, landnám og mannlíf á víkingaöld, í ágúst 1996.
23. Námskeið um MOO-umhverfi: Sýndarveruleikann og Internetið, hvernig nota má það í kennslu, í júní 1997. Stjórnandi námskeiðsins var Jason Nolan frá OISE í Kanada.
24. Ráðstefna og námskeið um skólaþróun og listir, í júní 1998. Dr. Elliott Eisner flutti aðalerindin.
25. Námskeið á vegum Evrópuráðsins; Creative Expression in Education – Art at School, haldið í Belgíu, í des. 2000.
26. Námskeið í Háskóla Íslands; Bridging Theory and Practice, haldið í Odda, í október 2001.
Hef einnig sótt nokkur stutt námskeið og kynningar fyrir háskólakennara sem haldin hafa verið í Kennaraháskóla Íslands, m.a. um Web.CT, Nvivo-Nudist, EndNote.

Hef auk þessa sótt fjölmargar ráðstefnur, fræðslufundi og þing um skólamál, bæði innanlands og erlendis. Meðan ég var búsett á Englandi árið 1985-1986 heimsótti ég fjölmarga skóla í Brighton og London og kynnti mér kennsluhætti þar.

Kennsluferill

Kennari við Æfinga-og tilraunaskóla Kennaraháskóla Íslands 1978.

Varð æfingakennari við sömu stofnun haustið 1988.

Var fastráðin sem æfingakennari haustið 1991, eftir að störf mín að verkefnum á sviði kennslu og skólastarfs voru metin jafngild 30 einingum í framhaldsnámi á háskólastigi, skv. heimild í drögum að reglugerð við lög um Kennaraháskóla Íslands, frá 18. maí 1988.

Varð aðjúnkt við Kennaraháskóla Íslands haustið 1998 eftir að æfingakennarastöður við fyrrum Æfingaskólann og núverandi Háteigsskóla voru lagðar niður þegar grunnskólar fluttust til sveitarfélaganna.

Lektor við Kennaraháskóla Íslands 1. ágúst 1999.

Samhliða þessu gegndi ég 1/3 hluta stöðu sem grunnskólakennari til vors 2003, samkvæmt samkomulagi við rektor Kennaraháskólans. Var litið svo á að þessi kennsla væri hluti af rannsóknarskyldu minni, en sérsvið mitt er kennslufræði (ég var því grunnskólakennari í 25 ár).

Í starfi mínu við Kennaraháskólann hef ég frá því ég var æfingakennari, síðan aðjúnkt og nú sem lektor kennt almenna kennslufræði og kennslufræði samfélagsgreina og undirbúið kennaranema á fyrsta og þriðja ári undir vettvangsnám, fylgst með þeim á vettvangi og metið hvernig til hefur tekist. Þá hef ég kennt ýmis valnámskeið í menntunarfræðum.

Eins og sést hér á eftir hefur þó nokkur hluti af starfi mínu við Kennaraháskólann falist í kennslu á fræðslufundum og námskeiðum fyrir starfandi kennara, ýmis konar ráðgjöf og aðstoð við þróunarstarf í grunn- og framhaldsskólum.

Stundakennsla við Háskóla Íslands
Hef verð gestakennari á námskeiðinu Kennslufræði félagsgreina frá 1999, í Uppeldis- og menntunarfræðiskor.

Dæmi um tilraunakennslu í Æfingaskóla KHÍ
Hef tekið þátt í margvíslegri tilraunakennslu. Má í því sambandi nefna t.d. námsefnið Landnám Íslands, Á ferð um Evrópu, Jón Steingrímsson og móðuharðindin, námsefni í ítalskri skrift, enskunámsefnið Project English 1, námsefni í stafsetningu (sjónminnisþjálfun), námsefnið Í fullorðinna tölu, námsefni í lífsleikni, svo nokkuð sé nefnt.

Kennsla við Kennaraháskóla Íslands 1988 - 1999
1. Kenndi Kennslufræði I á 3. misseri í grunnmenntun kennara í Kennaraháskóla Íslands, frá hausti1988 til áramóta 1991. Hafði aðalumsjón með þessu námskeiði fyrir hönd æfingakennara um 3ja ára skeið.
2. Kenndi í réttindanámi KHÍ í ágúst 1989.
3. Hef kennt á námskeiðinu Almenn kennslufræði á 2. misseri í grunnmenntun kennara í Kennaraháskóla Íslands frá því í janúar 1992- .
4. Með valnámskeið á 6. misseri KHÍ 1996; Samþætt viðfangsefni og skapandi starf.
5. Með valnámskeið í kjarna á 4. misseri KHÍ 1997; Að kenna samfélagsgreinar.
6. Félagsfræði-og söguval; Kennslufræði samfélagsgreina I og II, 1997-
7. Kenndi á námskeiðinu Námskrá, námsefni og námsmat (NNN) á 3. og 5. misseri haustið 1998.
8. Ökukennaranámið í ágúst 1999.

Ýmis verkefni frá 1983 - 2000
1. Eftir námskeiðið um Samvirkt skólastarf 1982, var ákveðið að Æfingaskólinn tæki þátt í samnorrænu þróunarverkefni í grunnskólum. Nokkuð var um að kennarar í þátttökuskólunum heimsóttu hver annan og var ég valin til að fara fyrir hönd kennara Æfingaskólans í ferð til Noregs í nóvember 1983.

2. Haustið 1983 sótti ég ásamt samkennara mínum um tíma úr tilraunakvóta Æfingaskólans til að vinna að þróunarverkefni í 7. bekk þann vetur.

3. Haustið 1984 var ákveðið að útbúa myndband um kennslufræði samfélagsfræðinnar og var ég fengin til þess ásamt samkennara mínum. Var það tekið upp í kennslustundum hjá okkur.

4. Veturinn 1987-88 leitaði Fræðsluvarpið til mín um þátttöku við gerð myndbands um notkun myndbanda í kennslu.

5. IADAS eru samtök um skólaþróun á unglingastigi og gerðist Æfingaskólinn meðlimur í þessum samtökum árið 1988. Á hverju hausti er haldin ráðstefna með þátttökuskólunum og fór ég ásamt samkennara mínum haustið 1988 sem fulltrúi skólans. Efni ráðstefnunnar var Gender and learning.

6. Veturinn 1989-1990 tók ég þátt í þróunarverkefni á vegum Endurmenntunar KHÍ um Félags-og tilfinningaþroska skólabarna er nefndist „Hlúð að samskiptahæfni nemenda", en umsjón hafði dr. Sigrún Aðalbjarnardóttir. Sótti fyrirlestra og vinnufundi um efnið vikulega þennan vetur og vann ýmis verkefni tengd því með 9 ára nemendum mínum.

7. Í nokkur ár tók ég þátt í tilraun til blöndunar fatlaðs barns í almennri bekkjardeild frá hausti 1989. Gretar Marinósson og Dóra Bjarnason dósentar við Kennaraháskóla Íslands stjórnuðu verkefninu fram til vors 1991.

8. Vorið 1990 tók ég þátt í rannsókn á vegum Manneldisráðs á matarvenjum Íslendinga. Sótti námskeið fyrir spyrla og tók um 25 rannsóknarviðtöl.

9. Var stigastjóri fyrir forskóla - 3. bekk 1989-1990.Var síðan nokkrum sinnum stigastjóri fyrir 4.- 7. Stigastjórn er hliðstæð árgangastjórn, en nær yfir eitt stig í grunnskóla, þ.e. yngsta stig, miðstig eða unglingastig.

10. Haustið 1991 sótti ég um styrk úr Verkefna-og námsstyrkjarsjóði Kennarasambands Íslands til að undirbúa gerð handbókar fyrir kennara og kennaranema um skipulagningu þemanáms.

11. Veturinn 1992-1993 tók ég þátt í samnorrænu verkefni um jafna stöðu kynja í menntun kennara, kallað Nord-lilia og var ég verkefnastjóri í verkefni sem nefndist „Stelpur - strákar - ólík vinnubrögð í samvinnu". Í tengslum við það gerðu tveir kennaranemar á 3ja ári í KHÍ athgun á samvinnu stelpna og stráka í þremur þemaverkefnum sem nemendur mínir í 7. bekk unnu. Þessi athugun og úrvinnslan úr henni var lokaverkefni þeirra til B.Ed. prófs frá Kennaraháskóla Íslands vorið 1993. Ég sótti einnig ráðstefnu sem haldin var í Kaupmannahöfn í nóvember 1992 um þetta samnorræna verkefni, Nord-lilia.

12. Sat í Skólamálaráði Kennarasambands Íslands frá árinu 1982-1989, þar af ritari þess 1984-1989 og í framkvæmdanefnd sama tímabil. Verkefnin sem voru til umfjöllunar í Skólamálaráði voru þá af margsvíslegum toga. Má í því sambandi nefna að haldin voru uppeldismálaþing þau ár sem Fulltrúaþing KÍ voru ekki haldin og var það hlutverk Skólamálaráðs að undirbúa þau. Á hverju ári fékk Skólamálaráð fjölda lagafrumvarpa og þingsályktunartillögur frá Alþingi til umfjöllunar, sem öll tóku til málefna er snertu skólastarf á Íslandi. Einn af stærstu málaflokkum sem Skólamálaráð fékkst við voru málefni Kennaraháskóla Íslands og Námsgagnastofnunar. Endurskoðun grunnskólalaga, aðalnámskrár grunnskóla og sérkennslureglugerðarinnar voru einnig mál sem Skólamálaráð vann að. Þá var eitt af megin verkefnum Skólamálaráðs á þessum tíma að undirbúa, móta og ganga frá fyrstu skólastefnu KÍ. Í tengslum við mótun hennar má segja að ekkert það sem tengdist skólastarfi á Íslandi hafi verið Skólamálaráðinu óviðkomandi. Því mun óhætt að fullyrða að með setu minni í skólamálaráði Kennarasambands Íslands hafi ég öðlast dýrmæta reynslu sem án efa hefur komið mér að góðum notum sem kennari.

13. Sótti um tíma úr tilraunakvóta Æfingaskólans ásamt samkennara mínum til að vinna að þróunarverkefni í 8. bekk skólaárið 1993-1994.

14. Haustið 1993 leitaði Fræðsluskrifstofa Reykjavíkurumdæmis til mín og samkennara míns um gerð kennslufræðilegs myndbands um þemanámsaðferðir á unglingastigi

15. Sótti um styrk úr þróunarsjóði Kennaraháskóla Íslands ásamt samkennara mínum til að vinna að þróunarverkefni í 6. bekk skólaárið 1997-1998.

16. Í starfshópi um lífleikni

17. Í bakhópi fyrir samningu námsefnis um Leif heppna.

Félags-og trúnaðarstörf sem grunnskólakennari
1. Í ,,Action-Research" nefnd Æfingaskólans veturinn 1982-83.
2. Í Fræðslunefnd Æfingaskólans vorið 1983.
3. Í þróunarnefnd Æfingaskólans veturinn 1983-84.
4. Í skipulagshópi Æfingaskólans veturinn 1988-89.
5. Í nefnd um áfanga-og fagstjórn Æfingaskólans haustið 1989.
6. Í stjórnskipaðri nefnd Um nám til stúdentsprófs 1987-? Fulltrúi KÍ.
7. Fulltrúi BK í stjórnskipaðri nefnd Um þróun KHÍ sem stofnunar til aldamóta 1990.
8. Í samstarfsnefnd KÍ og KHÍ 1986-87.
9. Í kennararáði Æfingaskólans 1987-88, 1988-89 og 1995-1998.
10. Í skólastjórn Æfingaskólans 1987-88, 1988-89 og 1995-1996.
11. Trúnaðarmaður kennara árin 1979-1984.
12. Í stjórn kennara-og starfsmannafélags Æsk árin 1982-1985.
13. Í varastjórn Kennarafélags Reykjavíkur árin 1982-1985.
14. Í skólamálaráði Kennarasambands Íslands 1982-84, 1984-1987 og 1987-89. Ritari skólamálaráðs 1984-1989 og í framkvæmdanefnd þess.
15. Í misserisstjórn 3. misseris KHÍ 1990-1991.
16. Varamaður í skólaráði KHÍ 1991-1994.
17. Í fulltrúaráði Kennarasambands Íslands 1990-1996.